7.12.04

...Og ég skal bara segja ykkur það...

...að núna á ég heimsins besta kokk fyrir ektamann...strákurinn er búinn að elda tvo sunnudaga í röð og svei mér þá ef mini-fullnæging hefur ekki skapast við útkomuna...fékk einhverja voðalega fancy kokkabók í gjöf og heimilið mun aldrei verða samt aftur...

...á sunnudaginn náði hann að toppa sig blessaður með kjúkling í sósu með frábæru sinneps- og karríbragði...er að hugsa um að vippa þeirri uppskrift yfir á fisk í kvöld þar sem skammarlegt er hve lítinn fisk ég ét...

...ég held það sér vegna þess að þegar ég var lítil þurfti maður alltaf að klára matinn sinn...hvað sem tautaði og raulaði...ef ég kláraði hann ekki eða vildi hann ekki var hann settur inní ísskáp og ég fékk ekkert annað að borða...en fiskurinn hreyfði sig ekki inní ísskáp þangað til ég gafst upp af hungri og svolgraði honum í mig...ooooojjj...ég fæ hroll við tilhugsunina...

...líka alltaf þegar var starfskynning í frystihúsum bæjarins þá fékk ég velju og ógleði á hæsta stigi aðeins við lyktina af fiski...hvað þá fiskilíkin dreifð út um fiskikörin...ojj bara...

...fiskur mun því alltaf eiga stóran hlut af mér...þó það sé ekki jákvætt...þá hefur honum þó tekist að lauma sér í innkaupakörfuna mína og á minn disk..reyndar mjög sjaldan þar sem ég keypti átta flök í maí á þessu ári og í dag eru þrjú þeirra ennþá inní frysti...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: