...Og...
...ég hef sjaldan verið eins hauslaus og núna um helgina...kræst...ég og Íris þurftum auðvitað að lyfta okkur upp eins og okkar er von og vísa...kíktum á Classic Rock Bar (ekki spyrja) í kveðjupartí hjá Reyni Trausta...þar var hljómsveitin Sólon að spila og til að gera stutta sögu enn styttri þá gerðum við Íris garðinn frægan með þeirri ágætu hljómsveit...og drukkum auðvitað bjór út á DV...hvað annað?
...síðan var haldið á Ölstofuna og eftir þá leigubílaferð man ég lítið meira...nema þegar ektamaðurinn var að reyna að drusla bæði mér og Devito´s pizzu heim sem gekk vægast sagt ekki eins og skyldi...
...eeen svo allt í einu er ný vinnuvika byrjuð og ég búin að eyða helginni í fyllerí og svefn...sem er leitt því næstu helgi þarf ég að vinna...gaman gaman...
...eeen ætli Kristján Jóhannsson sé farinn af landinu...langaði voðalega mikið að hitta karlinn...skulda honum ennþá tvær milljónir síðan hann söng fyrir dauðvona frænku mína eitt sumarið...
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli