...Og í dag...
...birtist fyrsti pistillinn eftir mig í Fréttablaðinu...ég neita því ekki að ég fékk sting í magann þegar ég skrifaði hann og þorði varla að skila honum inn...hve margir lesendur segirðu? Jááá...hundrað þúsund...ekkert mál...en mér fannst gaman að skrifa pistilinn...vonandi fannst einhverjum gaman að lesa hann...vonandi fæ ég að gera svona aftur...
...en í dag fór ég líka í jarðarför en móðir besta vinar míns var lögð til hinstu hvílu...sorglegt en satt...ég (frú grenja) stóð mig mjög vel þangað til ég sá vin minn...þá algjörlega missti ég mig...hef aldrei kynnst öðru eins...ég vildi bara hoppa yfir alla og stökkva á hann og knúsa hann...en gat það ekki...en þetta var falleg jarðarför og greinilegt að margir elskuðu þessa yndislegu konu þar sem mætingin var þvílík...blessuð sé minning hennar
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli