...Og...
...ég byrjaði á dansnámskeiði í gær...og hananú! Loksins lét ég drauminn rætast og skráði mig í freestyle og jazzfunk...reyndar niðrí World Class dansstúdíó sem er aðeins of fancy og stórt fyrir minn smekk en alls ekki leiðinlegt...
...mér finnst samt magnað í þessari Laugum-stöð niðrí Laugardal að maður þarf að fara í gegnum augnskanna til að komast inn í stöðina (nota bene í sturtu og til að svitna) en engir læstir skápar eru þar. Maður þarf að kaupa sér lás for crying out loud. Hvað er það? Eyddu þeir öllum peningunum í augnskannann?! Augnskanni...hvað er það annars? Mér leið bara eins og ég væri kominn í Demolition Man...jeysús...
...en dansnámskeiðið var mjög fínt...reyndar finnst mér hópurinn alltof stór...þrjátíu manns...en það er fínt...nema kennarinn okkar er hún Nanna...tja sem kannski allir þekkja þannig að ég skal refresh your memory...í Eurovision árið 2001 eða 2002 (man ekki) sendum við Íslendingar það hræðilega lag Angel með gerpinu úr Skímó og hinum viðbjóðinum...beggja megin við þá kauða voru tvær yndisfríðar meyjar sem dönsuðu okkur því miður úr keppninni...það var annars vegar hún þokkafulla Yasmine...og hins vegar Nanna þessi sem kennir mér nú dans...og ég er ekki frá því að hún sé ennþá föst í Angel þar sem nokkur sporin sem stigin voru í gær minntu mikið á Eurovision í denn...
...en ég er þrjósk kona og það pirraði mig frekar mikið að margar stelpnanna þarna höfðu verið í dansi áður...jazzballet eða eitthvað þannig...og jazzballet taktarnir voru ófáir og fágaðir...á meðan ég...hin ófágaða...var eins og svolítill kjáni...þannig að ég skellti mér í stóra salinn í Veggsport áðan þegar ég var búin að hlaupa og æfði þessa helvítis rútínu sem við áttum að æfa...í von um að standa mig betur næst...æjjji mér finnst svo endalaust gaman að dansa...ég bara skil þetta ekki...ég gat ekki verið kjurr í tímanum í gær þó það væri ekkert að gerast...deeem....axlirnar fara allar á stað og mjaðmirnar og rassinn geta ekki hamið sig...ég er nú þegar orðinn frekar fræg fyrir minn rassadans og hristingar innan veggja heimilisins...
...ojæja...fer aftur í dans á morgun...wish me luck...
...og ég er nú þegar búin að kaupa mér geisladisk...nýjasta Aliciu Keys...me like very much...og svo á ég ammæli eftir tvo daga...úhú...níunda september...úhú...hlakka voða mikið til...jeyjj...
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli