...Og mér finnst gaman...
...að sjá hvað skrípakaddlarnir í Blink 182 eru í mikilli tilvistarkreppu þessa dagana...
...hver man ekki eftir myndbandinu þar sem þeir hermdu eftir boy band-draslinu og voru bara í jolly góðu feeling....og enginn tók þá alvarlega...og allt í einu uppúr þurru eru þeir farnir að semja "alvarlega" texta og fallegar melódíur...og myndböndin eru bara nokkuð nett...ekkert djók í þeim eða neitt...hvað er það?! Ég skil ekki svona lagað...en það skrýtna er að ég fíla þessa "alvarlegu" Blink 182 meira...tónlistarlega séð...en gamanið má alveg koma aðeins aftur líka...er það ekki?
...annars er ár og öld síðan ég keypti mér síðast geisladisk...held alveg mánuður síðan...þá keypti ég mér einhverja gamla Stevie Wonder diska...hvað er það?! Mér finnst að maður ætti að kaupa sér að minnsta kosti fimm geisladiska í hverjum mánuði....er það ekki?
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli