...Og morguninn...
...byrjaði ekki amalega...o nei nei...
...er ég þurrka stýruna úr augunum og drattast úr rúminu í náttfötunum þá bíður mín stór stór stór og flottur blómvöndur og ilmandi góður bakaríis-morgunmatur...ójá...ég bara varð að monta mig...
...annars hafði ég um tvennt að velja í gærkvöldi; fara á forsýningu á Fahrenheit-myndinni eða á fjölmiðlarennsli á Sumaróperuna...viti menn...ég valdi það síðari...mér fannst það sniðugra þar sem það er dýrt á óperuna og ektamaðurinn fær hvort sem er ókeypis í bíó...eeeen ég hefði svo sem getað farið á myndina því Sumaróperan var því miður ekki uppá marga fiska...en þær tvær stúlkur sem ég þekki í henni stóðu sig laaaangbest og voru alveg rosalega fallegar og sniðugar...bravó!
...já verslunarmannahelgin...fúff...ekki mikið hægt að skrifa...held ég hafi þyngst um fimmtíu kíló þar sem ég lét lítið annað ofaní mig nema eitthvað rusl...nammi...pizzu...franskar...kók...ullabjakk...svo ekki sé minnst á allan bjórinn...sveiattan...var fuddl bæði laugardagskvöld og sunnudagskvöld sem var mjög fínt...svo sem ekki meira um það að segja...
...eeeen sumarfrí eftir fimmtán daga...víhí...frí í heilan mánuð....þvílíkur lúxus...og níu dagar í lítið krýli hjá systu...oooog út að borða í kvöld...allt að gerast!
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli