...Og í gær gerði ég mér loksins grein fyrir...
...hve geðveik ég er í raun og veru...
...tók þá geðveikislegu skyndiákvörðun þegar ég kom heim að pakka íþróttadóti niður í tösku....fara út í bílskúr og hjóla niður í Veggsport...sem sagt úr Breiðholti og niður í Grafarvog...sem er svo sem ekki svo svakalegt út af fyrir sig...
...þegar í Veggsport var komið dreif ég mig kófsveitt á hlaupabrettið og spriklaði aðeins þar...tók svo nokkrar magaæfingar og armbeygjur og svitnaði aðeins meira...
...eftir þessar æfingar var ég orðin ágætlega þreytt...en þar sem ég hafði ekki hreyft feita rassinn á mér í 2 daga þá ákvað ég að þetta væri ekki nóg refsing...ég ákvað þá að hjóla niðrí bæ...í 105 hverfið þar sem ég eyði flestum mínum stundum þessa dagana...þegar þangað var komið var ég alveg uppgefin...og var ég oft á leiðinni búin að hugleiða uppgjöf...eeeeeen ég barðist gegn vindinum og hélt mínu striki...
...en núna í dag er mjög erfitt að sitja...ég er svoleiðis að sálast í rassinum...fusss...eeen samt sem áður er ég að hugsa um að pína mig aðeins meira í dag...hjóla úr 105 og yfir í gettóið...
...já....maður er svo heilbrigður...
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli