29.1.04

...Og karókíæfingin í gærkvöldi...

...var aldeilis mögnuð...mögnuð segi ég!

...byrjaði á því að sökka hræðilega í mínum útgáfum af Locomotion, Can´t get you out of my head og Overprotected...hélt á tímabili að ég ætlaði bara að draga mig úr keppni sveimérþá...þó mér finnist gaman að gera mig að fífli þá var þetta aðeins of mikið af því góða...

...eeeen viti menn...allt í einu stukku raddböndin upp og skinu í gegnum tárin og þá tók ég meistaralega vel lögin Lucy in the sky with diamonds, Boys don´t cry og My Sharona...og nú er bara spurning hvaða lag ég á að taka...ég tók þau svo rosalega vel og æðislega að ég bara veit ekki hvert ég á að fara...hallast samt mest að My Sharona þar sem það er náttlega mesta stuðlag í heimi...en Lucy var líka helvíti flott...og svona minna áberandi stuðlag...ó well...ég er náttlega svo frábær og lifandi dæmi um útgeislun að það skiptir svo sem ekki máli hvað ég tek...

...eeen sama hvað ég vel þá hef ég fæturnar á jörðinni og læt hógværðina stýra mér á sigurbraut...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: