5.6.03

...Og o jæja...

Fólk er kannski orðið leitt á þessari upptalningu minni á hve lífið er yndislegt hér á Spáni en ég held samt áfram...

Er samt orðin pirruð á einu...það eru helv&%$ sígaunakonurnar sem eru alltaf að reyna að selja manni blóm fyrir spádóm og blablabla! Fara alveg í taugarnar á mér...og jú líka Kanarnir...sver það að örugglega 50% af Granada eru Kanar...baaaa...þau eru svooo amerísk öll...o jæja...það er svo sem ágætt...bestu skinn...en stundum eru þau of sjálfhverf eitthvað...en núna er ég náttlega að alhæfa...ekki allir svona...langt því frá...

Eeeeen gærkveldið var fínt...fórum og fengum okkur tapas eftir Dómkirkjuheimsókn og fórum svo bara heim í háttinn því ég var mjööööög þreytt enda var ég á skokkinu um morguninn en ekki að sofa út eins og sumir (Bettie, Elleke og Bertis!!!)

Þannig að í dag vaknaði ég svona líka fersk og fór út að skokka...Lillan er nebblega að reyna að byrja í megrun hér...erfitt þar sem ekki eru margir staðir sem þú getur fengið eitthvað virkilega hollt...en ég skokka allavega og reyni að borða ekki ís og nammi nema um helgar...ég ætla líka að detta í það nammilega séð á laugardaginn mouhahaha...allavega í ís...veit ekki með nammið...það er ekkert sérstaklega gott hér! En enníveis..svo eftir skokkið kíkti ég smá í búðir og svo uppí skóla í tímann minn...og hann var eins skemmtilegur og alltaf...líður ekkert smá fljótt mar...frábær tími og ég held barasta að ég taki allan mánuðinn í honum enda bara 1 tími á dag! Svo hittum við Bettie vinkonur hennar frá Hollandi (Elleke og Bertine (Bertis)) og við röltum um og fengum okkur að snæða og kíktum í búðir því ég þurfti að finna ammælisgjöf handa minni yndisfögru og frábæru systur henni Önnu Siggu en hún á einmitt ammæli eftir aðeins 3 daga (08.06)...ég er soldið sein í tíðinni þannig að hún fær ekkert frá mér fyrr en eftir helgi...en þið sem þekkið til verðið að muna að óska henni til hamingju...

Í kvöld ætlum við svo líklegast á djammið...byrjum á því að hitta Michel og fleiri á kaffiteríu...síðan í salsa tíma (síðasta tímann...buhu *snökt* *snökt*) og síðan örugglega á BMC eða Hannigans og lestin mun vonandi reka Camborio sem er ágætisdiskótek hér í bæ...vonum bara að planið haldi...

Í dag var ég spurð hvort ég væri með heimþrá..ég læt það nú allt vera en ég sakna eftirfaranda (fyrir utan allt fólkið sem ég elska auðvitað):

*Hnoðra...buuu...ég sakna hans voða mikið (Erla - þú verður að kyssa hann frá mér og knúsa!!)
* Íslenska vatnsins
* Íslenska íssins
* Og auðvitað síðast en ekki síst...Hverfisbarsins (ég setti þetta nú reyndar bara fyrir Óla eheheh)

Þannig að ég svaraði spurningunni þannig að nei ég væri ekki með heimþrá en það verður samt gaman að koma aftur heim...þó ég vilji örugglega ekki stoppa lengi eheheh ;)

Elska ykkur öll og hafið það voða gott ;)
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: