25.5.03

...Og jæja...

..Ekkert búnað láta í mér heyra í nokkra daga...ákvað að bögga ykkur smá núna því það er sunnudagur og maður hefur ekkert betra að gera en að sitja á netkaffi...

...En miðvikudagskveldið var snilld...ég og Ash hittum tvo vini hans frá Nýja Sjálandi eftir laaaangan innkaupatúr og settumst á veitingastað í Albaicín með geggjað útsýni yfir La Alhambra..enda kostaði maturinn sitt...sátum þar heillengi og svo röltum við Ash að hitta Chiara, Bettine og Michel á Hannigans...HP og Julio létu sig náttlega ekki vanta eins og ávallt...við sátum þar í dágóða stund...svo fóru allir nema við Bettie og Ash og við ákváðum þá að fara að færa bílinn hennar Bettine og settum Ash undir stýrið því hann var eini sem var búnað halda sig í Zumo de naranja (appelsínudjús) allt kveldið...við tókum rúnt uppá svona plato de vista..þar sem var frábært útsýni yfir alla Granada og hlustum náttlega á Cure alla leiðina því ég fékk að ráða (fjárfesti nebblega í 5 diskum fyrr um daginn í hinum fræga innkaupatúr)...svo bara keyrðum við aftur niður í the real world og reyndum að sofa eitthvað fyrir skólann...

...svo vaknaði maður nett myglaður á fimmtudag og fór í skólann og síðan keyrðum við Bettie á ströndina og tókum siestuna okkar þar...sem var snilld...keyrðum svo í bæinn fyrir Salsa tímann og dönsuðum frá okkur allt vit...ógeðslega gaman...lærðum voða skemmtilegt nýtt spor og svo í frjálsa tímanum eftir tímann þá dansaði ég við besta dansarann á svæðinu og hann kenndi mér fullt af nýju...geðveikt stuð...svo fórum við á Hannigans og Ash kom og hitti okkur þar...héldum ekki lengi út enda frekar þreytt öll og drifum okkur í háttinn um 2-leytið...

...á föstudaginn vaknaði ég myglaðri en allt og fór í skólann og var brjálað aktív..þó ég hafi mætt aðeins of seint ehehe...síðan eftir skóla keyrðum við Bettie til Sevilla, fundum okkur hostal og parking og drifum okkur útí menningarborgina...og verð ég að segja að ég er ástfangin...held ég fari bara að leita mér að skóla í Sevilla...yndisleg borg og ætlum við Bettie definately aftur...og við enduðum á írskum pöbb...ekki Hannigans...heldur Madigans ehehehe...alger snilld...enduðum á tjútti með einhverjum military mens frá BNA sem var ágætt...hittum líka fullt af Spánverjum og Írum og vorum ekki komnar aftur uppá hostal fyrr en um rúmlega sjö um morgunin...sváfum svo yfir okkur (ætluðum að vera bjartsýnar og vakna klukkan níu)..vöknuðum um hálf tólf og tæmdum herbergið og skelltum öllu í bílinn og fórum svo að skoða það helsta í Sevilla á mettíma...La Catedral (þriðja stærsta dómkirkja í heimi) algerlega heillaði mig! Svo þurftum við að drífa okkur aftur til Granada til að horfa á Eurovision og verð ég að segja að þetta var ein versta júróvisjón keppni sem ég hef séð...held að Evrópa skilji ekki konseptið góð músík...held reyndar að hún hafi aldrei skilið það konsept en jæja...fórum svo bara snemma að sofa eins og góðum stúlkum sæmir...

...Í dag var La Alhambra svo loksins tekin...æðislegur staður...áttum að hitta bekkinn okkar klukkan 9.30 en fundum hann ekki þannig að við hittum Adrian, Nicole og Chris og borguðum okkur inn með þeim...hittum svo hópinn seinna en ég var fegin að ég þurfti ekki að hanga með þeim...eftir La Alhambra fórum við svo bara og lögðum okkur og sitjum núna á netkaffi og er stefnan eflaust tekin á Hannigans í kveld ....

...Á döfinni hjá mér eru arabísku böðin á morgun með Ash, meiri Salsa kennsla, bíó á miðvikudag með Emily, próf á fimmtudaginn í skólanum og svo bara frelsi og óráðin framtíð...ég get ekki beðið!!!

En haldið áfram að hafa það gott og ég bið að heilsa ;)
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: