...Og helló helló!
Jæja...núna er ég búin að láta ykkur í friði í næstum 3 daga og fannst því vera mikilvægt að filla ykkur inn...só here it goes...
...Á sunnudaginn keyrðum við aftur heim til Granada með stoppum í nokkrum litlum þorpum...meðal annars Antequera sem er án efa einn af fallegustu bæjum sem ég hef nokkurn tímann séð á ævinni...vááá...æðislegt...svo þegar við komum heim þurftum við að þrífa íbúðina og ég hélt ég væri ógeðslega þreytt og hafnaði góðu boði um mat en svo ákváðum við Bettie að drífa okkur í tapas og svo á Hannigans...hún er svo sannfærandi stúlkan ehehe...á Hannigans var ekki margt um manninn en þá vinguðumst við bara við Zöru (barþjónn sem ég veit ekki hvað heitir en hann var í peysu úr Zöru), Bandana guy (alltaf með svona hárband), annan barþjón sem ég man ekki hvað heitir og fullt af öðru skemmtilegu fólki...til dæmis dönskumælandi Spánverja...mjööööög skrýtið að heyra Spánverja drulla úr úr sér setningum eins og "Hvordan gaar det?" og "Jeg hedder bla bla bla"...ég bara skildi hann ekki fyrst ...og þegar ég skildi hann þá fór ég bara að hlæja...en gott kvöld í góðra vina hópi ehheeh...góðra, nýja vina hópi...
...Mánudagurinn var nett myglaður en ég var voða hress samt...fór í skólann...horfði svo á eina mynd uppí skóla...rölti síðan um alla Granada borg bókstaflega í fataleit og fann ekkert...fór svo heim og skipti um föt og ákvað að fara að skokka...jahá...og verð ég að segja að þolið manns er akkúrat ekki neitt eftir tvær vikur af bjórdrykkju og vitleysu...soldið sorglegt...en núna ætlar maður að byggja þetta rólega upp...fór að hlaupa í garð Garcia Lorca sem er svona Central Park nema örugglega ekki eins hættulegur...en alveg dásamlegur garður jiddúddamía...svo bara kíkti ég í súpermercado og eldaði mér eitthvað kartöfludót og lagði mig svo þangað til við Bettie kíktum á Emily á tapas bar....skólpuðum í okkur einu tapas og fórum auðvitað á Hannigans...aftur var ekki margt um manninn en við skemmtum okkur með góðu bjór-actionery...alger snilld og ógeðslega erfitt á öðru tungumáli...Michel lét sig ekki vanta og sat með okkur dágóða stund í góðu glensi...hann fór samt snemma heim en við Bettie sátum til lokunar og spjölluðum við Herra Hannigans sem var mjööög hress eheheh...
...Þriðjudagurinn var ekki ferskur...samt endurtók ég rútínuna...skóli...mynd...skokka og það var voða gaman...klikkaði á því að leggja mig og fór bara í salsa og var því þreyttarinn en dauðinn...en lét mig hafa það og það var ógeðslega gaman...lærðum fullt nýtt og svona...voða stuð...svo var kíkt á restaurant með Ash og ég hjálpaði honum með heimaverkefnin sín því ég er svo hjartahlý...
...Dagurinn í dag er búnað vera voða normal...fór í skólann mjööög þreytt og ákvað því að fara heim eftir skóla og leggja mig og sleppa skokki og mynd í dag...maður má nú ekki alveg ofgera sér...ég skokka bara extra mikið á morgun og horfi á tvær myndir ehehehe...og núna sit ég hér á internet kaffi og skrifa þetta bréf sem er alveg skemmtilegra en allt ehehehe....
...En ég vil bara koma á framfæri að hún Erla systir mín er mesti snillingur í heimi...það hefur víst ekki farið framhjá fólki að júróvisjón stjarnan okkar hún Pocahontas er ekki í uppáhaldi hjá mér en systir mín tók sig og sendi mér risastórt plakat með henni " Open your heart, BIRGITTA " og auðvitað fór það uppá vegg...hvað annað...
En haldið áfram að hafa það gott og skemmtið ykkur í sólinni...
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli