1.4.03

Og þessi morgunn er nú ekki beint búinn að vera ídeal...

...en ég reyni að gera gott úr honum...hjólreiðarnar gengu nebblega ekki sem best....byrjaði á því að detta í stóru brekkunni í Breiðholtinu...það var svo heavy mikil hálka að ég bara rann áfram...guðblessunarlega hafði ég vit á því að vera ekki á neinum alvöru hraða þannig að ég slapp með smá skrámur og kannski einn eða tvo marbletti...maður harkaði það bara af sér og hélt áfram að hjóla...en þar sem ég lenti í smá bleytu og það var mjööög kalt þá fraus hluti af buxunum mínum og vettlingunum líka smá...það var aldeilis prýðilegt...eeen áfram gekk þetta og fékk ég allan vind nema meðvind á mig...svona hliðarvind frá báðum áttum, upp undir peysuna vind og auðvitað aðalvindinn...sjálfan mótvindinn...þannig að mér var orðið skítkalt og með vindinn á móti mér en ég gerði gott úr því og tók þá bara enn betur á...þannig að ég græddi í þessu öllu saman...maður verður alltaf að reyna að gera það besta úr hlutunum þegar þeir ganga ekki vel...eeen þegar ég kom uppí vinnu þá kveikti ég sko á eldheitri sturtu og skellti mér undir...ég er nú ekki mikill aðdáandi heitra sturtna en þetta var aaaalger snilld...puttarnir mínir fengu líf aftur og allt ljómaði upp! En dagurinn batnaði til muna þegar ég kom uppí tölvu og þar beið mín lítið sætt páskaegg...en enginn miði þannig að ég hef ekki hugmynd hver gerði þetta...get nú samt afmarkað the suspects við þá sem lesa bloggið mitt hér...hehehe...ég kemst að þessu í dag...en þar sem ég veit fátt skemmtilegra en að fá páskaegg þá segi ég nú bara tak svo mikket fyrir mig og koss og knús...gaman að vita til þess að fólk hugsar til manns á þessum síðustu og verstu tímum....

...eeen í dag er ekkert squash og því græt ég...eeen í staðinn ætla ég að gera tilraun til að fá frostbit og fara í sund í staðinn og synda smá...langt síðan ég hef farið að synda sem er alger synd því þetta er snilldaræfing...fólk hér er farið að halda að ég sé geðveik í þessu hjóla-æfingaræði en kommon people...það er ekki eins og það sé eitthvað mál fyrir mig að hjóla í vinnuna...þetta er ekkert voðalega löng leið og þar sem ég er nú ekkert í slæmu formi þá er þetta barnaleikur...og svo finnst mér þetta ógeðslega gaman og það er nú fyrir öllu...

...eeen snillingar dagsins (auðvitað fyrir utan leynilega aðdáandann minn sem gaf mér páskaegg) eru Pearl Jam aftur en í dag varð diskurinn Riot Act fyrir valinu sem er einmitt þeirra nýjasta afkvæmi og hann er alger snilld!! Reyndar segi ég þetta um alla diskana þeirra...nema einn og það er Binaural...en hann er ekki góður...ekki snilld allavega...hann er svona la la ....en Pearl Jam áttu mikinn þátt í því að gera þennan morgunn ánægjulegan og láta mig hætta að vorkenna mér og drífa mig áfram í björtu hliðina...takk fyrir það strákar...I owe you one...
Stay black

Engin ummæli: