And last night I dreamt that somebody loved me...
...fjárfesti í svo snilldarlegum disk í gær sem var einmitt styrktaraðili hjólreiðanna í dag...."Strangeways here we come" með The Smiths...mig er búið að langa í þennan disk lengi...svo sá ég hann á 2 fyrir 2200 í gær og ákvað að skella mér á ann...gaurinn í Skífunni var ekkert smá ánægður með mig og blaðraði og blaðraði um The Smiths og hvaða diska hann héldi uppá og bla bla bla...ég útskýrði fyrir honum að ég væri enginn hard core aðdáandi og þá varð hann enn ánægðari með mig fyrir að hafa ekki byrjað á því að kaupa Greatest Hits eins og allir gera...og hann var ógeðslega sætur...mmmm...loksins borgar sig að hanga í Skífunni ehehehe...aldrei að vita nema ég fari í Skífuna á morgun og kaupi mér 2 Smiths diska til því þessi er frááábær...veit það varla betra en að dúða sig upp, stíga á hjólið og hlusta á Girlfriend in a coma í botni...oh what a glorious morning...
...eeen í gær fattaði ég að bumban mín er að minnka...á nebblega naríur sem ég fer sjaldan í því þær eru of litlar en ákvað að fara í þær í gær og viti menn...þær eru ekkert litlar...bara passlega...weeee...þannig að ég ákvað að verðlauna sjálfa mig með ís og vídjóspólum því ég tek aldrei vídjó...tók Signs og Groundhog day sem er náttlega bara snilld...eeeen þegar ég kom heim mundi ég svo af hverju ég eyði ekki peningum í vídjótöku því ég var sofnuð áður en Groundhog day var hálfnuð...og ég byrjaði að horfa á hana!! Þannig að núna þarf ég að hjóla heim eftir vinnu og horfa á Groundhog day áður en ég fer í squash og svo horfa á Signs þegar ég er búin í squashi...eða reyna allavega...efast um að ég haldi litlu augnlokunum mínum opnum...þannig að ég enda með því að horfa á báðar myndir á hundavaði og njóta hvorugrar...aldrei aftur vídjótaka hér...nema mar sé með einhverjum sem getur haldið manni vakandi...eeen þetta var samt kósíkvöld í gær...frekar stutt en kósí...mar verður nú stundum að eiga solleis þó að maður sé einn....
...eeen snillingur dagsins er hundurinn minn sem kom til mín klukkan sex í morgun og kúrði hjá mér þessi elska...I´m gonna miss him...
...eeen Stína hérna í vinnunni er orðin eitthvað veik og lifir á norskum brjóstdropum og verkjatöflum og hóstar eins og mother fucker...við viljum náttlega öll að henni batni þannig að hugsið vel til hennar...ég ætla hins vegar að beina til hennar orðum sem misvitur maður beindi einu sinni að mér: „Farðu með þína berkla eitthvað annað".
Stay black
Engin ummæli:
Skrifa ummæli