10.2.03

Og tja tja...gamlir tímar...

...vááá...var að koma af staffafundi í Monsoon og sit hér í bláa NFB bolnum mínum sem ég fékk eftir ræðukeppni dauðans í fyrra...jú dauðans því eftir hana skellti ég mér á Nikkabar með fullt af liði og áður en ég vissi af var ég orðin svona líka vel íþí og farin upp á svið að syngja Britney Spears...án undirspils...aaa those were the days mar...margt miður skemmtilegt gerðist þetta kveld og kannski soldið sem ég er ekki stolt af en þegar ég fer að hugsa meira um það þá held ég að þetta hafi verið kvöldið sem Nurse Óli hætti að vera bara kunningi minn og varð vinur minn...og núna er hann besti vinur minn..klöppum fyrir því...hann sýndi bara mikla þrautseigju þetta kveld og sýndi það og sannaði að hann væri vinur í raun...takk Óli minn..þó ég hafi ekki kunnað að meta það þá...knús og kiss kiss...eeen enníweis...þessi bolur fullkomnar kannski þessa nostalgíuhugsun sem er búin að einkenna daginn í dag...þessar hvað ef hugsanir og þvíumlíkt...sem er bara pathetic...og því reyni ég að forðast svoleiðis...maður getur ekki verið að bölva framferði sínu í fortíðinni endalaust heldur er um að gera að takast á við framtíðina og brosa framan í heiminn því lífið getur ekki orðið mikið yndislegra heldur en það er akkúrat núna...en maður kemst náttlega aldrei alveg frá þessum hvað ef hugsunum en þá er bara um að gera að líta á það svona...tja...ef það gerðist ekki þá var því víst ekki ætlað að gerast...alltaf að líta á björtu hliðarnar...það er mottó dagsins...og allra aðra daga...maður verður að hafa solleis mottó þegar maður á slæma daga...eins og í dag...þvílíkt myglaðasti dagur í geimi...vúússj...eeen fullt af fólki hefur það miklu verra þannig að ég ætla bara að halda áfram að tjilla í NFB bolnum mínum og hugsa um gamla góða tíma...þakka fyrir þá...en það sem mikilvægara er...þakka fyrir að þeir eru liðnir...
Stay black

Engin ummæli: