13.1.03

Og máttur internetsins er aldeilis geigvænlegur....

...já...ég var mjög ánægð með afrakstur jakkafatabloggsins míns og því var ég að spá í að halda áfram að reyna að beita áhrifum mínum í gegnum þennan netmiðil...mouahahah...reyndar átti ég nú ekki beint hugmyndina...en ég nýti mér hana bara samt...hver veit þá nema maður fari að birta stigatöflu ef allt gengur eftir áætlun...svo ég tali nú um að beita áhrifum...mér finnst rosalega leiðinlegt að enginn af mínu samstarfsfólki detti það í hug að gleðja Lilluna endrum og sinnum og komi og nuddi á manni axlirnar svona til tilbreytingar...það er jú voðalega hvimleitt að æfa tvisvar á dag og sitja svo þess á milli fyrir framan tölvuna...buhuhuhu..Lillan yrði voðalega ánægð að fá smá axlanudd hér og þar yfir daginn...bara smá ábending...
Stay black

Engin ummæli: