4.12.02

Ókei...þessi morgunn er búnað vera vægast sagt soldið off...ætlaði út að skokka með Hnoðrann minn en treysti mér ekki í það vegna hálki og þess vegna þurfti ég að LABBA...held ég fari að fara í Veggsport á morgnana svei mér þá....á göngu minni...sem var ekkert rosalega löng...rakst ég á svo ótrúlega margar ljótar jólaskreytingar að ég komst bara í vont skap...er fólk blint?! Sumir gluggar er eins og hafi bara einhverju verið kastað á þá og stungið í samband...alger bjóður...ég er nú enginn meistari sjálf en common! Ég einmitt keypti mér jólaseríur í gær og setti í gluggann minn í fyrsta skiptið og það tókst bara ágætlega...miðað við að ég gerði það alveg sjálf og í fyrsta skipti...æfingin skapar víst líka meistarann þannig að þetta verður örugglega strax skárra á næsta ári ;)en back to the walk...er ég var að "dást" af þessum bjóði þá kom haglél...og ég HATA haglél...eins og mörgum pínulitum hnífum sé verið að stinga í mann...ojbara....svo kórónaði nú alveg morguninn að ég spítti sápu í augað á mér í sturtu...ok ok...það er nú nógu vont...en ef maður er með fokkíng linsur þá er það helvíti á jörðu...svíður smá ennþá í augun mín...en samt er ég bara up-beat og í góðum fílíng...enda er ég í nýjum naríum sem eru úber flottar...svona kína-eitthvað...verst að enginn fær að njóta þess með mér...ó well...ehehehe...en dagurinn er hafinn fyrir alvöru og ég er mætt til vinnu að vanda og best að fara að gera eitthvað þá...
Stay black

Engin ummæli: