15.10.02
Mér var mikið hugsað um orðið girnd í dag...einfalt en jafnt margþætt orð...fyrir nokkru síðan hélt ég að girnd væri alls ekki slæm..upp að vissu marki...að girnast eitthvað er manninum eðlislægt og náttúrulegt...maður vill alltaf eiga fallega hluti og gott líf og þar spilar girnd inní...bara í fallegri búning sem heitir löngun...svo getur maður girnst einhvern kynferðislega og þá kallast það yfirleitt losti og er nátengt annaðhvort ástar- eða kynlífsneista...sem er jafnframt eðlilegt manninum...en í minni sáluskoðun hef ég komist að því að viss girnd þjónar engu nema særa sál og hjarta manns...því maður vill jú yfirleitt það sem maður fær ekki...eða má ekki fá en stelst samt til að gera...eitthvað rangt...sem getur verið gaman í byrjun en á endanum snýst það uppí andhverfu sína og særir mann meira en ætlun var í byrjun...girnd er leið til að brjóta mann niður andlega og jafnvel líkamlega...ef manni langar nógu mikið að vera flottur og grannur þá grípa margir til þeirra ráða að svelta sig...eða stunda uppköstin....þannig að girnd er vissulega synd en við komumst samt eiginlega ekki frá því að vera sek um girnd einhvern tímann á lífsleiðinni...og það jafnframt leiðir vissa góða hluti af sér...við lærum af mistökunum og öðlumst jú stundargleði fyrir vikið...sem stundum er kannski meiri gleði en við höfum og munum upplifa það sem eftir er ævinnar...eitt sinn gerðist ég sek um girnd...að þrá eitthvað sem ég mátti ekki fá...samkvæmt lögum jafnvel...en gerði það samt...lét það eftir mér og ég get með stolti sagt að ég sé ekki eftir neinu og þetta var besti tími lífs míns...ég myndi ekki hika við að gera þetta aftur...ég hef þá stefnu að sjá ekki eftir neinu því það hlýtur alltaf eitthvað gott að koma við enda hyldýpsins...það er nú bara einfalt karma...það sem kemur upp kemur alltaf niður...en það sem fer niður kemur ekki endilega alltaf upp...ég fann fyrir girnd í dag...samskonar og ég gerðist einu sinni sek um...nema nú veit ég að ég mun aldrei svala þeim þorsta....eða hvað....ef mér byðist það þá myndi ég vissulega svala honum...og myndi mér líða vel? Jú...væntanlega...en eingöngu í stutta stund...og þess vegna er mín hugsun í dag að ginnast ekki fyllilega fyrr en maður lítur á heildarmyndina...og sjá ekki eftir neinum einasta hlut því lífið er einfaldlega alltof alltof stutt....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli