9.10.02

Kom heim eftir vinnu í gær og hvað ætli Lilja hafi gert?! Hún fokkíng eldaði...tadada....og það var ætt...og mjög gott...eldaði kjúlla og sveppi og grænmeti...nammi namm...svo náttlega rotaðist ég því maður getur ekki borðað góðan mat án þess að leggja sig eftir matinn...it´s the universal law....þannig að ég var næstum því búnað sofa yfir mig í squash...en í squashi hélt sigurganga mín áfram þar sem ég vann systur mína ekki einu sinni, ekki tvisvar...heldur þrisvar! Hún var orðin vel pirruð greyið stelpan og var ég að reyna að láta hana vinna í síðasta leiknum því hún er jú betri leikmaður...en allt kom fyrir ekki...ég gat ekki barist við hæfileika mína í gær og vann eftir allt...úff...erfitt að vera svona frábær...svo skellti ég mér heim í freyðibað...nammi namm...kveikti á kertum og slakaði á í bláu freyðibaði....vantaði bara böbblíið og fallega karlmanninn en maður getur nú ekki fengið allt sem maður vill...enda væri þá ekkert gaman að lifa....svo þegar ég kom úr freyðibaði þá fattaði ég að ég hafði mislesið dagskrána á Skjá 1 þannig að ég missti af The bachelor!!!! Þvílík hneisa...mig langaði mest að grafa mig ofaní holu og deyja...en tók gleði mína þegar hjúkkan sagði að þetta hefði EKKI verið síðasti þátturinn...úff...mér létti geigvænlega...þannig að núna þarf ég að taka frá næsta þriðjudag...
Stay black

Engin ummæli: