21.9.02

Jæja...kvöldið í gær var nú bara sérdælis prýðilegt...ég ætlaði að taka því ofurrólega en það fór alveg útum þúfur...þegar við vorum búin á myndinni...sem var mjög góð by the way og inniheldur eitt snilldarlegasta atriði sem ég hef nokkurn tímann séð í bíómynd....þá settumst við inná Grandrokk því það var ekkert laust borð á Hverfis...það var rosa fínt...hjúkkan stakk samt af mjög snemma...læra læra læra...ég fékk egó-búst er ég hitti Óla bassa...gaur sem ég var einu sinni rosa skotin í því hann sagði að ég liti frábærlega út...og hann bauð mér á tónleika með hljómsveitinni sinni Sein á Vídalín á fimmtudag klukkan tíu...ég þarf víst að mæta núna því ég beilaði síðast...ætli mar reyni ekki að mæta....svo skrapp ég yfir á Hverfis og hitti pabba og Sonju Skonsu í röðinni þannig að ég hellti í mig bjórnum á Grandrokk og stakk af yfir á Hverfis til þeirra...djammaði svo með Sonju fram á rauða nótt...jarðarberið og bróðir hennar Ed komu reyndar seinna yfir en sátu allan tímann uppi þannig að ég hálfpartinn stakk þau af held ég...fann þau svo ekki þegar ég var að fara...o jæja....en ég var komin heim klukkan sex og vaknaði eldspræk klukkan átta eftir nettan 2 tíma svefn sem er alltaf klassískur og fór í fótsnyrtingu sem ég fékk í afmælisgjöf...það var hrein snilld og löngu tímabært...fékk samt ekkert naglalakk..mig langaði í naglalakk :( ...en núna er ég mætt til vinnu til að vinna upp þessa blessuðu tíma endalausu...og svo á eftir er barnaafmæli hjá dóttur landnámsmannsins...en hann er kærastinn hennar Earlie Pearlie..en ég er sátt við gærkvöldið fyrir utan kannski röð af vandræðalegum augnablikum...en það er bara cool...en í kvöld verður tekinn nettur Gaukur og vonandi verður bara stuð stuð stuð
Stay black

Engin ummæli: