26.7.02

Jæja...fyndið hvernig ég er ógeðslega vanaföst...ég verð til dæmis að hafa öll hjálparforrit hér í tölvunni í sömu röð alla daga...annars get ég bara ekki þýtt...systa kom um daginn og fiktaði í röðinni eitthvað og þegar hún var farin þá varð ég að fara úr öllum forritunum (sem eru nákvæmlega 8) og endurræsa þau því ég gat ekki unnið með öðruvísi röð...og svo er það annað...það eru komin rosa flott klósett hér í þessari álmu og ég fer alltaf á það sem er vinstra meginn þó að það sé eitthvað leiðinlegur lásinn á því...núna áðan prófaði ég að fara á það sem er hægra megin og viti menn...lásinn þar er bara perfecto en mér leið samt svo illa að vera ekki á „mínu" klósetti...ég er bara klikkuð held ég ...a little bit of Monica in my life sko...úff...ég tók samt Friends prófið og þar sagði að ég væri Rachel...that´s weird...væri samt til í að lýta út eins og hún hehehehe....
En allavega...ég bið bara góða helgi og vonandi skemmtið þið ykkur vel...ég er að reyna að koma mér í djammhelgarstuðið en það gengur eitthvað brösulega...en það mun koma....ég örvænti ekki....
Ekki gera neitt sem þið vitið að þið eigið eftir að sjá eftir...sama hve full þið verðið...lífið er of stutt til að vakna með bömmer :)
Stay black

Engin ummæli: