...Og þó það sé ekki alveg...
...tímabært þá er ég strax farin að hugsa um hvernig það verður að flytja heim um jólin...og koma aldrei aftur til Árósa...eða sem sagt flytja ekki aftur til Árósa...
...þessi hugsun sló mig í dag í skólanum...þegar ég var að gantast með skólafélögum mínum eins og gerist svo oft...og maður ropar og prumpar og segir lélega brandara og er pirraður og grætur og hlær og allir taka manni eins og maður er...sumir fara í gegnum allt lífið án þess að finna svoleiðis félagsskap og hér er ég...með þetta allt...get eytt tímunum saman með sumum manneskjum án þess að segja orð en líða samt svo yndislega vel...ég get talað af þeim hausinn um allt sem gerir mig leiða eða hamingjusama og þær hlusta...ég get rifist við þau einn daginn og næsta dag er allt gleymt og allt heldur áfram að rúlla og enginn leiður út í neinn...
...og þegar ég hugsa til baka um þessi þrjú ár þá get ég ekki borið þau saman við neitt í mínu lífi...þau eru búin að vera yndisleg...þrátt fyrir margt leiðinlegt og ömurlegt og endalaust mörg tár þá er ég búin að læra hrikalega mikið...get aldrei komið því niður á blað...geymi það bara í hjartanu og heilanum og reyni að miðla því í öllu sem ég geri...því bráðum fer maður út í hinn raunverulega heim...og hvað tekur við þá? ég hef ekki hugmynd og það er ótrúlega spennandi...en líka afskaplega ógnvekjandi og skrýtið...hvað ber framtíðin í skauti sér? er ekki best að láta það liggja milli hluta og láta það bara koma í ljós...ég held það...
...veit ekki hvaðan þessi ægilega þörf til að tjá mig kom en mér hefur alltaf fundist gott að skrifa hluti niður á blað þegar mig langar til...og oftar en ekki er það gott til að hreinsa hugann...
...en niðurstaðan er að ég er hamingjusöm...held ég hafi aldrei verið svona hamingjusöm...og ég ætla að reyna að njóta þess þessa síðustu mánuði í Danmörku...ætla að reyna að njóta fólksins sem ég elska út af lífinu...og koma svo heim og elska fólkið mitt þar...því það er líka frábært...ef ég gæti bara soðið þessa tvo heima saman þá væri lífið fullkomið...
...ég vildi bara óska að allir gætu gengið í gegnum það sem ég hef gengið í gegnum síðustu ár...
...og skólinn minn er að fara að loka...og hvenær hitti ég allt fólkið sem ég hef kynnst síðustu þrjú ár aftur? hver veit...það fer náttúrulega eftir því hve mikið ég legg mig fram við það...en þeir sem mér þykir mest vænt um verða allavega alltaf í hjarta mínu...það tekur enginn þessi þrjú ár af mér og það er fyrir öllu...
...ég ætla ekki að afsaka þessa færslu þó hún virki kannski soldið mikil steypa...þið kjósið að lesa hana eður ei...og ef þið lesið þetta þá hafið þið komist í gegnum þetta allt...frekar tilgangslaust fyrir ykkur en ég kom þessu af hjarta mínu...
...ég sendi fullt af ást út í heiminn...brosi framan í hann og hann brosir á móti...
...takk fyrir og góða nótt...
Stay black - Salinto!
1 ummæli:
Langar rosalega mikið að knúsa þig núna elsku ydið mitt ... hlakka til að sjá þig ... uhh ... vonandi fyrir jól fallegust ;)
Skrifa ummæli