...og jahérna hér....
...ég man varla eftir slíkum og þvílíkum happadegi eins og deginum í dag...
...byrjaði nú samt ekki vel þar sem Liljan kom ofurölvi heim til sín klukkan fimm í morgun...lagði sig aðeins og var mætt í skólann klukkan ellefu...þegar ég vaknaði hélt ég að ég væri dáin mér leið svo illa...en ég skellti í mig skyrsmoothie og reyndi að hressa mig við...sat í tíma að analæsa leikrit og hafði ekki eina hugsun í hausnum á mér...við erum nebblega búin að vera að lesa leikrit bekkurinn sem á kannski að setja upp og þetta er allt búið að vera mjög í lausu lofti þannig að maður hefur ekki beint gefið sig allan í það þegar maður hefur ekkert til að stefna á...og í gærkvöldi grínuðumst við með það ef við fengjum nú hlutverk í dag...sem myndi ALDREI gerast...
...en viti menn...þessir Rússar koma manni sífellt á óvart og í lok tímans fengum við hlutverk...og ég fékk nákvæmlega hlutverkið sem mig langaði hrikalega mikið í en bjóst ekki við að fá...leikritið er um fimm systur og það eru eiginlega engin aðalhlutverk en þó ég segi sjálf frá þá fékk ég laaangbesta hlutverkið...Maggie Mundy...grínarinn í fjölskyldunni...var rosa villt á sínum yngri árum og byrjaði að reykja og svona...er að nálgast fertugt og reynir að halda fjölskyldunni gangandi með brosi og bröndurum...rosa challange fyrir mig þó við eigum margt sameiginlegt ég og Maggie...bara þegar ég las þetta handrit fyrst þá sá ég mig í henni og varð rosalega ástfangin af henni...og þið getið ímyndað ykkur gleðina í manneskjunni sem vaknaði við dauðans dyr!
...og eftir þessar fréttir þreif ég skólaeldhúsið hátt og lágt og brunaði upp á pósthús þar sem beið mín pakki frá minni yndislegu mömmu með Nóa Siríus páskaegg...mmmm...get ekki beðið eftir að borða það...síðan dreif mig í ræktina...já ræktina!! Að skokka eins og mongó eftir engan svefn og alltof mikið áfengismagn í blóðinu...en það var bara yndislegt...
...þegar ég kom heim ákvað ég síðan að lita á mér hárið og elda mér rosa góðan mat og hafa það huggulegt áður en ég réðst á hilluna mína og þreif hana vel og vandlega...
...og þegar ég þreif hilluna þá hugsaði ég að þessi dagur gæti ekki orðið betri...eeeeen i was wrong...fann gamalt veski í hillunni sem ég hef ekki notað lengi lengi og ákvað bara í djóki að kíkja í það...og viti menn!! Þar fann ég þrjú hundruð danskar krónur...vááá...þetta var eins og himnasending þar sem ég er meira en blönk þessa dagana...
...nú er bara næsta mál á dagskrá að bíða eftir að Katinka komi heim með snakkið sem ég bað hana um að kaupa og hafa það huggulegt yfir American Idol og America's Next Top Model...
...held að miðillinn minn hafi haft rétt fyrir sér þegar hann sagði að mars væri happamánuðurinn minn...ég veit ekki hvað getur toppað þetta...eða jú ég veit það...en ég held því fyrir mig...
Stay black - Salinto!
1 ummæli:
happatappi - vildi að ég myndi finna e-ð gamalt veski af og til... til hamingju að hafa fengið þetta hlutverk - hæfir þér bara mjög vel elskan...
kram
ása
Skrifa ummæli