7.8.07

...Og í gær...

...fékk ég líka þessa þvílíku heimþrá til Danmerkur og algjört ógeð á sjálfri mér...skil ekki hvernig ég næ því að umgangast fólk sem gerir mig pirraða...þannig að ég ákvað að tileinka gærdeginum mér og hætta pirringnum...

...fór út í heillangan skokktúr og eldaði mér síðan feita góða samloku a la Lilja á J. Michaelsensgade í Árósum...lagði mig síðan yfir Fóstbræðrum og skellti mér á rúntinn með sjálfri mér og góðri mix tape sem ég fann í fórum mínum...

...ákvað að fara ein í bíó og fékk þá endanlega nóg af þessu litla landi sem sýnir bara myndir kl. 20 eða 22.40...ekki eins og í Danmörku þar sem maður getur labbað inn í næsta bíóhús og alltaf fundið eitthvað sniðugt í sýningu...en ég læt mig hafa það að rúnta þangað til 22.10 sýning á Ocean's 13 byrjaði...

...ekki get ég sagt að myndin hafi verið upp á marga fiska en ég náði að hreinsa minn fallega heila er ég slefaði yfir George Clooney og fór sú sáttasta út úr bíóinu...

...í dag er nýr dagur og ég er hætt þessu kjaftæði...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: