...Og í gær...
...komst ég loksins að því af hverju síðasta önn var svona hryllileg...af hverju ég breyttist í stressbolta og gekk ekkert sérstaklega vel í skólanum oftar en mér finnst gaman...af hverju mér var hent út...af hverju ég varð ekki ástfangin...
...í gær fengum við Anne og Katinka íbúð saman...sem við getum flutt inn í í næstu viku!!!
...er ég rölti um götur Árósa eftir þessar stórkostlegu fréttir þá fann ég hve ég var létt í skrefi og mér finnst enn erfitt að taka brosið af andlitinu á mér...en ég þarf þess líka ekki því lífið er eitthvað svo fullkomið eins og er...þessi íbúð er fullkomin og Katinka og Anne eru betri vinkonur en mér hefði nokkurn tímann haldið að ég myndi kynnast hér á hjara veraldar ef svo má segja...
...en ég gerði eitt til að auka líkurnar á að við fengjum þessa íbúð...ég bað til Guðs...tvisvar...nú er ég alls ekki trúuð manneskja og hef ekki beðið bænirnar mínar síðan ég var með bleyju...en það borgaði sig að biðja núna og mér finnst eins og einhver vaki yfir mér því þegar ég kom heim beið þar dreifibréf frá Vottar Jehóvum sem stóð á "Jesus lever" eða "Jesú lifir"...
...heimurinn er fullur af táknum...maður þarf bara að sjá þau og meta...
...takk fyrir mig og góða nótt...
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli