24.1.07

...Og í Danmörku...

...heiti ég Lilja Karín...en ekki Lilja Katrín...

...út af því að einhver hálfviti hjá Hagstofu Íslands misstafaði nafnið mitt og það var ALLTOF mikið vesen að fá því breytt...hvernig spyr ég...þetta er nú heill stafur sem vantar inn í!

...og ég þoli ekki þetta nafn...Karín...ekki einu sinni almennilegt nafn...

...þangað til í dag...

...fór í ræktina...SATS...og þegar ég var búin og ætlaði að fá kortið mitt aftur þá var það týnt...og gaurinn sem ég er ástfanginn af í afgreiðslunni var voða sorrí og gerði nýtt kort handa mér...hef á tilfinningunni að hann hafi bara hent kortinu mínu til að fletta mér upp í kerfinu og fá númerið mitt...allavega...þegar hann sagði nafnið mitt...Lilja Karín...þá féll ég næstum því í yfirlið það var svo flott..."Lilja Karrrrín"...eins og ekta Dani...mmmm....

...annars vil ég láta kalla mig De De Nickerson þessa dagana takk...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: