...Og jæja...
...þá er maður kominn heim...kom heim í gærdag og það er fínt...gott að lúra í sínu eigin rúmi loksins þó að ferðin hafi verið stutt...
...ferðalagið byrjaði klukkan 5.00 síðasta föstudagsmorgun þegar ég og ektamaðurinn lögðum í hann til Leifsstöðvar...vélin okkar fór í loftið kl. 7.30 og vorum við lent í Köben um 13-leytið...klukkan 13.40 settumst við í lestina til Árósa og við tók fjögurra tíma lestarferð þar sem ansi mikið var dottað og slappað af...
...um 17-leytið gengum við út úr Hovedbanegården í Árósum og vissum ekkert hvert við vorum að fara þar sem Lilja litla tjékkaði auðvitað ekki á heimilisfanginu á gistiheimilinu...en við gengum og gengum um miðbæ Árósa sem er reyndar ekki stór og rákumst loks á kort af bænum þar sem gistiheimilið var merkt inná...við fundum það innan skamms og komum okkur fyrir í fimm fermetra herberginu sem við fengum...
...því næst héldum við út af örkinni glorsoltin en ákváðum að finna skólann minn fyrst áður en við fengum okkur að borða...það tók dágóða stund og þegar við loksins fundum veitingastað til að borða var hungrið orðið yfirgnæfandi og eiginlega hálf yfirþyrmandi...
...en veitingastaðurinn sem við fundum var ekki af verri endanum...hann heitir XL og er ástralskur og sérhæfir sig í furðulegum steikum ehehe...ég fékk mér blandaðan disk með krókdílakjöti, kengúrukjöti og emu-kjöti en ektamaðurinn fékk sér villisvín...alger snilld og áttum við það fyllilega skilið eftir ferðalagið...
...síðan var haldið í háttinn...stór dagur framundan...
...næsta dag vaknaði ég klukkan 8.00 og tók mig til og ég og ektamaðurinn röltum út í bakarí og borðuðum morgunmatinn á leiðinni í skólann...áheyrnarprufan byrjaði klukkan 10.00 með rosa fínni upphitun...síðan tók biðin við og loksins var ég kölluð inn til dómnenfndar og þurfti að fara með einleikinn minn fyrir framan 3 Rússa og 2 nemendur og eina vídjókameru...það gekk mjög vel og það kom fullt út úr mér sem aldrei hafði sést áður...síðan tók við meiri bið þangað til dómnefndin kynnti nöfn þeirra sem komust áfram í aðra umferð...Liljan var þar á meðal ásamt átta öðrum...þá tók við meiri bið...einn og einn var kallaður inn í mismunandi æfingar og viðtöl...ég var ekki tekin í viðtal heldur var látin gera einleikinn minn í nokkrum mismunandi útgáfum...
...og síðan mátti ég fara...þá var klukkan orðin 16.00...þá fékk ég mér bjór og mat með ektamanninum og við horfðum á gríðarlega spennandi fótboltaleik...því næst rotaðist ég upp á gistiheimili eftir erfiðan dag...
...en næsta dag fórum við til Köben...í stuttu máli drakk ég mikinn bjór og eyddi öllum peningnum mínum...
...nú er ég heima...tjékka á tölvupóstinum mínum nokkrum sinnum á dag og bíð eftir að skólinn gefi mér af eða á...nei eða já...ég vona að það verði á og já...
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli