15.4.05

...Og vekjaraklukka...

...ektamannsins er gjörsamlega óþolandi...jisús góður...einhver óhljóð úr voða fínum Sony Ericsson síma...ég get orðið svo pirruð stundum á morgnana að það er ekki fyndið og þruma svo út úr mér ókvæðis orðum eins og "Höskuldur! Viltu slökkva á þessu andskotans drasli!!!" eða eitthvað álíka þegar mig langar í raun að segja "Helvítis, djöfulsins, fokkíng vekjaraógeð. Ef þú slekkur ekki á þessu Höskuldur þá mun ég drepa einhvern í dag...og það gæti orðið þú!"...

...en nú er komin helgi og engin helvítis vekjaraklukka...bara ferming á morgun og leiklistar- og dansæfing á sunnudaginn...stíft prógramm...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: