4.4.05

...Og...

...nú er fyrsti dagurinn í vikunni búinn og ég nú þegar búin að fara þrisvar sinnum í ræktinna...meira að segja mér finnst það svolítið sjúkt þegar ég sé það þannig...

...dagurinn byrjaði klukkan 6 í Veggsport á hlaupabrettinu þar sem var hlaupið af sér spikið og síðan lyft nokkrum vel völdum lóðum...klukkan 17.50 var komið að squashi með systu sem fór ansi illa fyrir mig...tapaði þrem leikjum af fjórum...síðan klukkan 19.30 var það jazzfunk dans í Laugum sem var helvíti nettur dagur á góðum degi...

...árshátíðin er næstu helgi og undirbúningur farinn á fullt...skrýtið að halda árshátíð fyrir allt þetta fólk...allt 365...svolítið mikið...en ég er í skemmtiatriðanefndinni sem er gaman...stressandi og pirrandi allt í einu...magnaður andskoti...en það er alltaf voðalega gaman þegar það er búið...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: