30.3.05

...Og síðustu daga...

...hef ég verið með ógeðsleg lög á heilanum...

...fyrst ber að nefna lagið I don´t wanna run away með Daniel okkar Bedingfield...bróður Natöshu Bedingfield þeirrar ágætis stúlku...ekki sérstaklega gott lag en á vissum tíma í mínu lífi fílaði ég það...eitthvað við gelta karlmenn sem lætur mig urra...og burra...og rimma...haha...loksins fékk ég tækifæri til að nota uppáhaldsorðið mitt...

...en aftur að Danna...ég er búin að vera að söngla þetta lag síðustu tvo daga...og af hverju? Jú...ég sá nýtt myndband með honum í ræktinni í gærmorgun og fór þá að rifja upp hvernig lagið hefði verið sem mér fannst svo gott...hefði betur sleppt því...ullabjakk!

...í morgun þurfti síðan Danni að deila heila mínum með tveim öðrum viðbjóðslögum...Turn Off the Light með Nelly Furtado og Complicated með Avril Lavigne...hvernig í ósköpunum kann ég textann við þessi lög?! Nelly Furtado er náttúrulega eitt það versta sem hefur gerst í tónlistarsögunni en ég er til í að gefa Avril sjéns því hún er ókei...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: