...Og mér finnst alltaf svo gaman...
...að horfa á Jay Walking í Jay Leno...hlægja að fávisku Bandaríkjamanna og strjúka á mér kviðinn "Hó, hó, hó," hugsa ég "Við erum æðri en þið! Þið eruð bara heimskingjar! Heimskingjar!" bæti ég við þegar fávitarnir þekkja ekki einu sinni sinn eigin forseta...
...en nú er svo við komið að Ísland í dag er komið með sitt eigið Jay Walking...Iceland Walking? Enníhús...svo virðist vera að íslensk ungmenni eru ekkert skárri en þau bandarísku...þekkja ekki borgarstjórann í Reykjavík, biskup Íslands eða Bó Halldórs...mér finnst þetta skelfilegt...núna get ég ekki lengur hlegið og strokið á mér kviðinn heldur hef hætt að horfa á Jay Leno all together...
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli