12.3.05

...Og ég var að keyra áðan...

...og með stillt á Bylgjuna aldrei þessu vant...þar var verið að spila klassíska partítónlist...allt í einu byrjaði lagið The Sign með hljómsveitinni Ace of Base...var alveg búin að gleyma þeim hörmungi...

...en hvar eru Ace of Base meðlimir í dag...það er það sem mig langar að vita...ætli þau hafi haldið áfram í tónlistinni eða eru bara að vinna á bensínstöð...var þessi hljómsveit kannski aldrei neitt svakalega vinsæl nema á Íslandi og litlum parti í Svíþjóð...ég meina textarnir eru náttúrulega milljón..."I saw the sign and it opened up my eyes, I saw the sign. Life is demanding without understanding"...seinni setningin finnst mér eiginlega best...hvað þýðir hún eiginlega!?? Lífið er krefjandi án skilnings...hmmm...speki...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: