18.2.05

....Og ég var að fá inngöngu...

...í The Lee Strasberg Theatre Institute...mjög virtan leiklistarskóla í New York...þetta er átján mánaða prógram og kostar rúma milljón sem mér finnst ekki svo mikið...margir mjög frægir leikarar hafa verið í honum...til dæmis Traci Lords...hehehe...kannski ekki mjög gott dæmi...veit samt ekki alveg hvað ég vil akkúrat núna...auðvitað væri frábært að fara til New York en ég fæ svo sem enga gráðu í þessu námi...but respect maybe...

...núna er ég alveg lost sko...skrifaði konunni sem sér um þetta til baka hve lengi ég gæti hugsað mig um...bíð bara eftir svari frá henni...mig langar nefnilega í inntökuprófið í Árhúsum í maí...svolítið heit fyrir þeim skóla og byrjuð að æfa mig á fullu...þetta er erfitt líf...leiklistarlífið...svo er maður náttúrulega kominn með svo góða vinnu...íbúð...mann...allt saman...svolítið erfiðara en þegar maður bjó í 15 fermetra herberginu heima hjá mömmu og pabba...þá hefði ég ekki verið lengi að hugsa mig um...

...eeen það er Danmörk eða New York...það er nokkuð ljóst...

...annars er það bústaður á eftir...jeyjj...nema búúúú ég missi af Idolinu...go Helga Vala! Ætli Lísa detti ekki út í kvöld...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: