...Og ég fór...
...að gefa blóð í dag...fékk þau fallegu skilaboð að blóð úr flokkinum mínum vantaði á stöðina...það fór um mig einhver skringileg sælutilfinning að það væri actually einhver þarna úti sem þyrfti á mér að halda...þannig að ég fór...úr vinnunni...til að ljúka ætlunarverkinu mínu hér á jörðu...að gefa öðrum blóð...er í B+ sem víst bara tólf eða fjórtán prósent þjóðarinnar eru í...það er ágætt að maður hefur einhverja sérstöðu...
...en ferð mín í Blóðbankann er svo sem ekki frá sögu færandi...það er það sem gerðist eftir ferðina sem mér fannst svolítið magnað...Óli Hjörtur vinur minn kom til mín upp á aðra hæð...ég fór að segja honum af ferð minni í Blóðabankann og þá kemur í ljós að hann má ekki gefa blóð því hann er samkynhneigður...hmmm...af hverju í ósköpunum...getur einhver útskýrt það fyrir mér af hverju samkynhneigðir karlar mega ekki gefa blóð? Nú mega lesbíur gefa blóð...
...þetta finnst mér hreint og klárt mannréttindarbrot...bara út af því að hann er samkynhneigður þá má hann ekki leggja sitt af mörkum og hjálpum fólkinu í kringum sig...er hann eitthvað verri manneskja þótt hann sé samkynhneigður? Ég velti lengi vel fyrir mér hvort þessi regla ætti við einhver rök að styðjast eða hvort þetta væri hommafóbía af gamla skólanum...hvorugt getur eiginlega passað finnst mér því nú er alþjóðlegt samband blóðbanka eða what it´s called frekar líbó og óeigingjörn samtök sem vilja hjálpa öðrum...sama hvernig sú manneskja er eða lítur út...það ætti þá sama að gilda um blóðgjafana myndi maður halda...svo fór ég að spá hvort að þetta væri eiðnitengt en samkvæmt rannsóknum er ég í meiri áhættu en hann til að fá eyðni þó að ég sé gagnkynhneigð kona...er ég það ekki annars?
...ég vil endilega fá svör við þessum spurningum því ég tók þetta mjög inn á mig að greyið litli Óli Hjörtur...þetta yndi sem hann er....fái ekki að leggja sitt af mörkum...mig langaði næstum því að fá blóðið mitt til baka úr Blóðbankanum sökum þess að ég er með gleraugu og yfir kjörþyngd...
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli