8.1.05

...Og það hlaut að koma að því...

...ég er orðin dama...jahá...sophisticated lady...vúhú! En já...það minn dömuferill hófst á miðvikudaginn þegar Freyja vinkona mín bauð mér í rauðvín og osta...ég er engin rauðvínskona samt en ég ákvað fyrir kurteisissakir að fá mér eitt glas...og viti menn...þetta glas varð að heilli flösku...mmm...goooott...

...og aftur í gær stútaði ég heilli flösku yfir popppunktsspilinu hjá vini ektamannsins...alger snilld...og svo verður maður svo skemmtilega fullur án þess að blásast og bólgna út af bjórnum...sem er nú voðalega góður...en ég má ekkert við því að bólgna neitt út sko...þá passa fötin ekki lengur...ég var alveg hætt að verða almennilega full líka af þessum bjór...þannig að rauðvínið er minn bjargvættur...

...og ég fór aftur í ríkið áðan og keypti aðra rauðvínsflösku...viti menn...annað djamm í kvöld...ég og íris kíkjum á lífið...tökum ruslönu og aldrei að vita nema stjörnumyndir fái að fljóta með...hver veit...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: