27.12.04

...Og dagurinn í dag...

...var skrýtinn dagur...af hverju er ekki bara allt lokað? Af hverju er bara annar í jólum en ekki þriðji, fjórði og jafnvel fimmti?

...það var lítið sem ekkert að gera í vinnunni...þurfti mikið til að finna mér verkefni sem var ágætt en leiðinlegt til lengdar...áramótin að skella á og lífið snýst um lítið annað...eins og jólin heltóku allt um miðjan nóvember...ótrúlegt alveg hreint...

...annars las ég Börnin í Húmdölum eftir Jökul Valsson um jólin...veit ekki hvað ég á að segja...ekki er hún slæm en ekki er hún góð...þetta er hryllingur og þegar um hrylling er að ræða þurfa höfundar að hafa ennþá sterkara plott á bak við söguna...og alla bókina var ég að vona og bíða eftir þessu stórfenglega plotti sem Jökull ætlaði að sjokkera með...en allt kom fyrir ekki...hún bara endaði...eins og svo margar íslenskar bækur...bara enda...og mér finnst það ekki nógu gott...en hann á eflaust framtíðina fyrir sér...græðir á því að vera ungskáld...rétt liðlega tvítugur drengurinn...en hann mætti leggja aðeins meira í næstu bók...

...þetta er orðið GOTT...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: