1.11.04

...Og bloggedí blogg...

...já...það er ekki mikið af því þessa dagana...þvert á móti...samt ekkert kreisí að gera...just lost the will to blogg...

...enníhús...fór í heimsókn til Óla pabba í gær...oooo þau eru svo krúttlega skötuhjúin með litla prinsinn...Borgar Eirík...hehehe...já...þau lugu að mér að strákurinn ætti að heita það...og þið getið ímyndað ykkur svipinn á mér...vááá...að skýra barnið sitt Borgar Eirík...tvö forljót nöfn sem passa ekki saman...æj æj æj...eeen fljótlega sá ég glitta í bros á litla Ólanum og komst að því við ramman leik að turtildúfurnar höfðu verið að spila á mig...og ég féll beint inní lygavef þeirra og gat ekki losað mig...og jú...I´ve plaged both they´re houses eins og meistari Shakespear hefði gert...

...fékk Nylon diskinn í vinnuna fyrir helgi...og sem betra er...fékk Jón Sigurðsson diskinn líka...veeei...því miður gleymdi ég Nylon disknum heima annars hefði ég komið með textabrot en þau eru vægast sagt hryllileg...mús...krús...lús-stemmingin...og Jón Sigurðsson...vúússj...mér finnst nú einhver sjarmi yfir þessum gaur en vááá hvað hann er væminn!!!! Fíla einhverjar konur svona eða verður hann að einhverri karlrembu þegar heim er komið? Ég bara spyr...ég þurfti actually að slökkva á geislaspilaranum eftir þrjú lög því ég var næstum því búin að æla yfir lyklaborðið mitt...og næsta manni...svo langt hefði ælan náð...In conclusion: Af tvennu illu er Nylon betra...mig hryllir við þeirri tilhugsun að Nylon sé einhvern tímann betra...

...sá Bingó með Villa í gær og uppgötvaði að sætasta systir bestustu vinkonu minnar (ok...sem sagt Iðunn, systir hennar Siggu Völu V) vann flottasta bílinn í síðustu viku...algjör skvísa og bíð ég spennt eftir boði í bíltúr...annars set ég upp fýlukaddl sem er ekki fallegur...

...annars fannst mér Bingó með því skásta í íslenskri dagskrárgerð sem verið hefur á Skjá Einum í laaangan tíma...kannski ekki mikið að keppa við...Landsins snjallasti...Fólk...og Brúðkaupsþátturinn Já...samt...Villi stendur sig með ágætum...fyrir utan hæper aktív stælana...kviss bamm búmm...eeen held ég spili með næst...kannski vinn ég bíl eins og Iðunn...hver veit...

...og talandi um bíla...ég hélt þið mynduð aldrei spyrja...ég og ektamaðurinn fjárfestum í bíl um daginn...grænum Daewoo Lanos '99...já...ég er ekki aðeins húsfrú heldur meðeigandi af bíl...og...og...og...byrjuð að búa for real...já...búnað flytja lögheimili og allan pakkann...this is the real deal...og mikið var segi ég nú bara!¨
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: