...Og um helgina...
...var ég svo voðalega healthy að ég hélt að ég yrði ekki eldri...reyndar hélt ég í alvörunni að ég yrði ekki eldri því það var svo brjálað veður...myndirnar getið þið séð hér og hér ...
...ég var plötuð útí göngu á Fimmvörðuhálsinn með gömlum vinnufélögum úr Skýrr...hún góða systir mín lét mig nú ekki fá mikinn fyrirvara og reyndi ég í miklu stressi að finna eitthvað sem ég gæti gengið í í allra veðra von þar sem fataskápurinn minn samanstendur af nælonsokkabuxum og skræpóttum pilsum...eeeen það gekk...nema gleymdi göngustöfum...
...og göngutúrinn byrjaði vel...vel valið fólk í hverju sæti í fallegu rútunni og mikið stuð og mikið gaman kl. 8 á laugardagsmorgni....og göngutúrinn byrjaði líka vel...smá úði en ekkert alvarlegt...síðan brast bylurinn á...við leituðum skjóls í ógeðslegum skála með fúkkalykt og reyndum að hlýja okkur eftir þriggja og hálfs tíma göngu en þurftum svo að halda aftur út köld og blaut...
...eftir sjö tíma göngu glytti loksins í sólskinið og Þórsmörk nálgaðist...þá var glatt á hjalla og þegar niður var komið voru aumir fótleggir lagðir í bleyti í eldheitri sturtu í heilar tvær og hálfa mínútu...
...þó svartsýnin hafi þrúgað mitt litla, blauta hjarta þá lagaðist allt eftir einn bjór og mikið var stuðið eftir þennan fyrsta...annan...þriðja...nokkur skot af hot and sweet...fjórða...fimmta...ooooog svo veit ég ekki hvað...
...á sunnudagsmorgun þjakaði mig hausverkur og alemnn þynnka eftir ógeðislakkrísdrykkinn...
...mikið óskaplega var nú gott líka að koma heim og knúsa ektamanninn og kúra aðeins hjá honum í hlýju rúmi...þó var göngutúrinn mjög vel heppnaður og skemmtilegt fyddlerí með góðu fólki og bíð ég bara eftir að ganga aftur...veeeeiiii...
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli