...Og ég varð svo heppin um daginn...
...er ég keyrði yndislega bíl ektamannsins um Reykjavíkurborg í sól og blíðu að heyra Eurovision lagið okkar ástsæla aftur...
...nú eru skiptar skoðanir um þetta lag en þó virðist mér sem flestir séu að fíla það alveg í tætlur og finnist það æðislegt...mér aftur á móti finnst það ógeðslegt...mér finnst Jónsi ógeðslegt...og mér finnst ógeðslegt að lag sem er svona greinilega stolið (Come what May úr hinni yndislegu Moulin Rouge) fái að keppa í svona keppni...
...mér finnst það líka magnað að hitta allt þetta fólk sem finnst þetta svona æðislegt lag en svo getur ekki svo mikið sem ein manneskja raulað fyrir mig texta- eða lagabrot úr því...skrýtið fyrst það er svona meiriháttar, frábært og yndislegt...
...Kannski er ég bara svona bitur...ég á náttúrulega heima í þessari keppni...
...og ég ætla ekki einu sinni að byrja um casting-ið í Hárið...og Hárið yfir höfuð...
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli