...Og þá er maður víst kominn aftur...
...í siðmenninguna...bloggið...og vitleysuna sem daglegt amstur er...
...maður stakk bara af...í sumarbústað með familíunni um helgina...skildi allt eftir og pakkaði bara hlýjum fötum og símanum mínum...eyddi helginni í föndur, göngutúra, át og almennt afslappelsi...er ekki frá því að ég hafi tengst barninu í sjálfri mér aðeins betur yfir helgina þar sem með í föt voru 2 krakkar af bestu gerð...dunduðum við okkur við það að klífa fjöll, finna hella og klifra upp um tré...voða skemmtilegt...og ekkert blogg...what´s going on?!
...og hugsa sér að svallhundurinn ég sleppti meira að segja árshátíð FBL og DV fyrir þessi rólegheit...sleppti fyddleríi fyrir quality time með fjölskyldunni...og merkilegra er að þetta var þá 3. helgin í röð þar sem ekkert áfengi fór í litla, sæta kroppinn hennar Lilju...hvað er að gerast?
...eeeen það er Köben næstu helgi og þá verður maður bara í glasi frá því maður stígur inn í flugstöðina og þangað til maður stígur aftur á íslenska jörð...ójá ójá...
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli