10.3.04

...Og rétt í þessu...

...var ég að skella á viðskiptavin í smáauglýsingadeild...sem er svo sem ekki frá sögu færandi...

...nema hvað að þar sem ég er með þónokkuð mikið kvef og hálspirring þá þurfti ég í miðju samtali að afsaka mig, setja á mute og hósta úr mér líftóruna...og á meðan heyrði ég gaurinn stynja í símann : "Djöfull er hún með sexí rödd þessi!"...ég hélt ég myndi missa mig þegar ég tók svo af mute og útskýrði fyrir honum að ég væri með kvef og afsakaði mig enn og aftur...oooog þá sagði drengurinn eitthvað það óforskammaðasta en samt skemmtilegasta sem á örugglega eftir að vera sagt við mig í dag..."Þarft ekkert að afsaka þig...ertu með svona mikið kvef? Mér finnst þetta fara þér mjög vel, mjög sexí rödd"...ég náttlega fór alveg í kleinu og reyndi að æla einhverju sniðugu út úr mér...sem auðvitað gekk ekki...

...eeen ég er hamingjusöm...ótrúlegt en satt þá er nokkuð skemmtilegt að heyra svona...eeeen meeen hvað þessi gaur er samt óforskammaður...en það er líka skemmtilegasta fólkið...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: