7.1.04

...Og í gærkveldi...

...fór ég í ammæli til hennar Dísu skvís sem var hvorki minna né meira en 21 árs í gær...ójáójá...ef þið hafið ekki stoppað hana í göngu ykkar gegnum neyslusamfélag nútímans þá skora ég á ykkur að gera það strax...taka utan um hana og óska henni til hamingju með ammælið því hún er svo sæt...

...eeeen þar sem ég var ekki búin í vinnunni fyrr en 19.00 og komin heim um 19.40 þá var ég ekki alveg nógu hress þegar ég mætti í kræsingarnar heima hjá Dóra og Dísu um 20-leytið...sat bara eins og skata í sófanum og borðaði á mig gat...þangað til allt í einu færðist fjör í leikana og við krakkarnir byrjuðum að skeggræða um öll heimsins vandamál...

...vert er að minnast á snilldartakta Gumma Jóh...en hann og Arnar voru einu mennirnir sem voru sammála mér í einhverju...magnað...þeir fá þá stórt knús fyrir það...Toggi fær reyndar líka knús fyrir að gefa okkur eitthvað til að vera ósammála um...

...langt síðan ég hef farið í svona skemmtilegt ammæli án áfengis og það er væntanlega út af því hvað þessir krakkar sem þarna voru saman komnir eru afskaplega vel gefnir og óviðjafnanlegir á allan hátt...svo ekki sé minnst á hvað við erum töff...næstum því eins og Mikael Torfason...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: