21.1.04

...Og ég byrjaði í Dramasmiðjunni....

...í gær...sem var svolítið öðruvísi þar sem aðalleiðbeinandinn okkar er bandarískur leikari...sem heitir Darren Foreman...hann er víst svona micro-celeb...hefur leikið í West Wing og einhverju svolleis...

...eeeen ég held að í gær hafi ég misst allt sjálfstraust...mér leið eins og ég kynni akkúrat ekki neitt...og allir væru betri en ég...og ég myndi aldrei verða leikkona...það var nú reyndar ekki Darren að kenna þar sem hann er mjööög skemmtilegur og fyndinn...

...maður bara verður svo hræddur þegar maður lærir eitthvað nýtt...en það er nú búið að renna af mér...nú get ég hugsað til baka til gærkvöldsins og hugsað hvað það verður gaman að læra eitthvað nýtt og ferskt...og verða miklu betri manneskja...og leikari fyrir vikið...

...svoooo þegar ég var búin að jafna mig...þá kem ég í vinnuna í dag og þar bíður mín email frá ECU leiklistarskólanum í Perth, Ástralíu...þar sem mér er tjáð að ég sé of sein fyrir árið 2004 og ég geti bara sótt um skólavist fyrir árið 2005...veeeei...æðislegt...en eitt ár í einhverju sem kemur mér akkúrat ekkert nær draumnum mínum...jibby!
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: