...Y buenos días!...
Jæja...hér sit ég á internetkaffi eins og venjulega að skrifa þetta spamm sem verður nú soldið þunnt í þetta skiptið en ef ég skrifa ekki þá gætuð þið kannski haldið að ég væri bara týnd...en ég er ekki týnd...ég er hér...hola hola...klikkuð stemming!
Ó well...ekki mikið búið að gerast síðustu daga...síðustu 2 daga er ég búnað vakna um 11-leytið og hef farið út að skokka og síðan heim að gera magaæfingar...rosa stuð...ég er nú meira að gera þetta svo maður sofi ekki til 13.00 eða eitthvað...því það er sko meira en auðvelt í þessum hita...og að skokka í 35 stiga hita...meeeen það tekur það alveg úr manni...það er einhver hitabylgja hérna núna og það er stundum óbærilegt bara að labba um borgina...en maður lætur sig hafa að skokka í hálftíma eins og maður gerði á litla Íslandi...aðeins að koma forminu aftur upp þó það gangi ekkert alltof vel...maður tekur bara harkalega á því þegar maður kemur heim...
Eeeen í gær þá fór ég í smá inter cambio með vini hans Ash...Sylvain frá Frakklandi..hann er búnað búa hér í 2 ár og talar perfect spænsku...þetta átti reyndar að vera intercambio með frönsku og ensku eeen svo töluðum við bara spænsku allan tímann..heheh..en við hittumst kannski aftur og þá reyni ég að böggla einhverju útúr mér á frönsku...get líka æft mig á Michel því hann er að læra frönsku hér...voða stuð...svo fór ég heim til Bettie sem var sofandi litla dúllan og við fórum að undirbúa mat því við buðum Chiara og Michel í pastasalat sem var snilld vægast sagt...en svo þurfti Michel að fara heim til að læra frönsku þannig að við Bettie og Chiara fórum á Puerta Real og hittum Önu Sylviu og Sebástian og fórum til vinar hans uppí Albaicín sem átti ammæli í gær...sátum þar nokkur og spjölluðum (á spænsku auðvitað) og drukkum Alhambra bjór...svo kom eitthvað par með fiðlu og flamencó gítar og spilaði og söng þangað til nágrannarnir fóru að kvarta...þá drifum við okkur heim og vorum komnar heim um 2-leytið góðu stúlkurnar og þá var bara sest niður með góða bók...voða kósí..
...Í dag er svo planið að fara í vídjósalinn eftir tíma og horfa á mynd...ég er að hugsa um að horfa á Amores Perros þó hún sé endalaust löng...svo ætlum við Bettie að rölta í Corte Inglés að athuga með miða á flamencó sýningu og ég ætla líka að athuga með verð á DVD spilara...og kannski kaupa mér geisladiska eða eitthvað sniðugt...bara njóta lífsins og njóta þess að þurfa ekki að gera rassgat í bala hér...
Hafið það gott...kosss og knúþþþþþ
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli