Og arriba arriba!...
...jæja...núna er vika síðan ég lagði uppí þetta ferðalag...ótrúlegt hvað tíminn líður hratt...og ég skemmti mér svo ótrúlega vel að ég trúi því varla sjálf...hélt að þetta myndi vera öðruvísi...sem sagt minna skemmtilegt en ég er búin að kynnast svo frábæru fólki hérna að það hálfa væri nóg...
...á föstudaginn fórum við útað borða á indverskum veitingastað með Peter og vinum hans...sem var alveg brillíant því í fyrsta skipti hér á Spáni skildi einhver húmorinn minn...nebblega nokkrir strákar frá Bretlandi og mér leið bara eins og ég væri heima að tjilla með strákunum...alger snilld...mjöööög skemmtilegt og maturinn mjög góður...síðan kíktum við á Hannigans...sem er jú Hverfisbarinn hér í Granada...alveg snilldarstaður með góða tónlist og góðan bjór...nammi namm...þó ég reyni nú að halda mig í einhverju öðru en bjór því hann er svo fitandi en það er svoooo erfitt þegar hann er svona ódýr...flusss....svo ætluðum við að kíkja á Granada 10 en fengum ekki að koma inn því við erum útlendingar...whaddafuck!?...mjöööög furðulegt...en jæja...við fórum þá bara á eitthvað annað diskótek og skrýtna var að ég eyddi ekki krónu en var alltaf með glas í hendinni...og jú maður varð aðeins ofurölvi..hehehe...hömm hömm...týndi lyklunum mínum þegar við komum heim...missti þá oní the elevator shaft...what are the odds?! Fusss...frekar sökkí sökkí sko...en jæja...ég bý með fleira fólki þannig að þetta er í orden...við Bettie ætlum bara í Corte Inglés á morgun að smíða nýja...sjálfar sko ehehe....
...á laugardaginn sváfum við út...sem var yndislegt! Mmmmmm....kíktum svo á Plaza Nueva og þar fékk ég versta hamborgara í heimi..hann var ekki í hamborgarabrauði heldur ciabatta brauði..hvað er það? Og svo var osturinn ekkert bráðnaður heldur lá bara ofaná ógeðslega grænmetinu...en fyrst ég var svöng þá borðaði ég þennan viðbjóð...hvort er þá viðbjóðslegra..ég eða borgarinn ég bara spyr? Ok...ekki svara...en svo kíktum við í búðir...og maður went a little nuts í Zöru...eyddi einhverjum 100 evrum sem er nú ekki það mikið því ég keypti mér jakka, peysu, bol, skyrtu og tösku...alger pæja smæja...svo um kvöldið ætluðum við að fara á ókeypis flamenco sýningu með krökkum úr bekknum mínum og fullt af öðru fólki en fengum ekki að fara inn því við komum of seint...fusss...örugglega í fyrsta sinn sem eitthvað byrjar á réttum tíma á Spáni og ég mæti of seint...típískt...við settumst þá bara niður og fengum okkur eitthvað smá í gogginn og kíktum svo á bar með house músssík og solleis sem var voða cool...en við Bettie vildum vera ferskar í dag þannig að við fórum snemma heim...vorum komnar heim fyrir 3...voða stilltar...
...eeeen í dag er planið að kíkja í Albazín og tjilla yfir tinto og skólabókum...fá sér tapas og hafa gaman að lífinu því helgin er að verða búin...soldið fyndið að hér líður manni eins og maður sé í fríi um helgar og svo kemur vikan og maður er í skóla og sjitt...soldið weird en gaman weird..
...eeeen eins og þið hafið tekið eftir þá er ég byrjuð að setja emailana mína hér...ég nenni nebblega ekki að skrifa allt tvisvar...hehehe...þið fyrirgefið mér það er það ekki ? Jújú...enníveis..heyrðu já..eitt fyndið...á föstudaginn var ég að tala við vin hans Peters sem er spanjóli og hann er að hugsa um að koma til Íslands og læra í eitt ár...hver fucked up er það? Vitleysingur! Ég reyndi samt ekkert að tala hann ofan af því því ég sagði honum að hann myndi vaða í stelpum og hann var ánægður með það ehehehehe
Haldið áfram að skemmta ykkur og hafið það voða gott!
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli