And why each of us must choose one true love...
...var heima hjá Beggu í gær og fór að glugga í svona stjörnuspekibók og las allt um mitt yndislega merki meyjuna og hvernig hún á við hin ýmsu merki...og þetta var rosalega mikið satt...sérstaklega um mig persónulega...nema eitt stakk mig aðeins og það var eitthvað á þá leið að meyjunni finndist það mjööög mikilvægt að maki hennar væri sætur og myndarlegur og eitthvað buddl...fussumsvei...held að enginn af mínum vinum myndi samþykkja þetta...yfirleitt þegar ég verð skotin í einhverjum þá spyrja allir vinir mínir hvað ég sé að hugsa og þar fram eftir götunum...auðvitað eru alltaf til undantekningarnar sem sanna regluna en ég man sérstaklega eftir því ekki fyrir mjög löngu síðan þegar ég varð skotin í strák sem er svona pretty boy...svona rosa myndarlegur strákur og vinkona mín sá hann og ég spurði hana hvað henni finndist og þá sagði hún end æ kvót : „En hann er svo venjulegur. Alltof venjulegur fyrir þig" - translation : „Hann er of sætur fyrir þig Lilla...þú átt bara að vera með svona asnalegum týpu gaurum!" ...ég fussa á þetta allt saman en svo enda ég alltaf aftur á því að verða skotin í einhverjum sem er svona asnalegur týpu gaur...eða bara gaur sem engum finnst sætur...þetta er mikið á mig lagt...en ég á þá allavega nógan sjéns ef öllum finnst hann haddló...alltaf hægt að finna bjartar hliðar á öllu ;)
...svo skoðuðum við líka gamlar fitumyndir heima hjá Beggu...ullabjakk...skoðaði mynd af mér fyrir einu og hálfu ári síðan og það var bara undirhaka punktur is og læti...ojjj bara...hehehe...samt fyndið...mynd af einhverju 85 balli og ég er svooo töff...í svona glansbol sem hægt er að spegla sig í og svörtu pilsi með glansstjörnum...ha ha ha...og ég var edrú! Veit ekki af hverju ég var edrú þar sem ég er yfirleitt ekki edrú...en edrú var ég...held ég sé líka skemmtilegri solleis...
...eeen er ég var að hjóla heim áðan þá var ég aðeins að fara yfir allar þær yndislegu manneskjur sem ég kynntist á árinu sem var að líða fyrir nokkru síðan (2002)...langaði að gera svona topp 5 lista en fannst það soldið ósanngjarnt...þannig að ég ætla að sleppa því...en mér finnst ég vera heppnasta stelpa í heimi núna því ég er svo skotin í öllum vinum mínum...faðmaðu heiminn og hann mun faðma á móti...ekki faðma samt of fast því þá ferðu til Ástralíu...
Stay black - Salinto!
1 ummæli:
god byrjun
Skrifa ummæli