12.12.02

Jæja...nú vil ég nota tækifærið og biðjast fyrirfram afsökunar á því að ég mun lítið sem ekkert hafa samband við vini mína þangað til á milli jóla og hins nýja árs sem gengur óðum í garð...í dag er fyrsti dagurinn í Kringlu brjálæðinu en þá fer ég beint héðan úr vinnunni og yfir í Soonrize í Kringlunni...og verð þar til tíu...þannig að næstu 12 dagar eru mjöööög skemmtilegir...vakna kl. 6.30...fara í Veggsport...mæta í vinnu kl. 07.45...koma heim um 22.30 og fara að sofa...jeyj! En ég svík samt ekki vini mína og því verður maraþonbakstur háður á sunnudaginn til heiðurs honum Pabba mínum...sem by the way er bara næstum því orðinn eins desperate og ég síðan hann kom heim frá The United Kingdom svei mér þá...en það er nú allt gott og blesssað....

...en tja...einn mini-celebinn enn er farinn að æfa í Veggsport...mini-celeb dagsins er Siggi Sveins handboltakappi...sko þessi í mjólkurauglýsingunni...ekki þarna litli ljóshærði titturinn....aðrir mini-celebar sem æfa þarna eru Valur í Buttercup...yuck!....einhver tónlistargaur sem ég veit ekki hver er...Konráð þarna handboltadúd...einhver gaur af FM...veit ekki hvað hann heitir...eitthvert rauðhært gimp...og svo örugglega einhverjir fleiri...ótrúlega há tala af mini-celebum miðað við þennan litla og krúttaralega stað...en maður þarf ekkert að hafa áhyggjur fyrr en bæði Írafár og Land og synir byrja að æfa þarna...until then I´m safe...

....og talandi um Land og syni...ég held að það sé einhver morgunstarfsmaður Popptíví að reyna að drepa mig hægt því það kemur núna á hverjum einasta morgni myndband með Landi og sonum með eitthvað óþolandi lag sem heitir Smile...djöfull er það leiðinlegt...og það versta er að maður fær það dauðanum meira á heilann...eða..tja...það versta er náttlega sjálft myndbandið! Meeen oooo meeen...það er hadló...sorglegt er að það virðist hafa kostað einhver monní sko...eitthvað voða þjóðlegt...Accent eitthvað í lopapeysu að moka flór á einhverjum sveitabæ og svo í endann fer hann í glímu...alveg off!!! But I will survive...ég læt ekki ofurvaldið drepa mig og held áfram að hlaupa...út í eilífðina....
Stay black

Engin ummæli: