Jahá...í gær komst ég að því að ég á enga vini...það skrifaði mér enginn svona comfort mail og þ.a.l. var dagurinn frekar ömurlegur...greinilegt að jólagjöfin í ár er flaming doggy bag það er víst...ein manneskja náði að gleðja mig og það í gegnum sms...efast að hún hafi lesið bloggið mitt þannig að hún er hetja gærdagsins...reyndar var það hann en whatever...you know who you are og takk takk takk....það er alltaf svo gaman þegar fólk hugsar vel til manns...anyways...hvað er málið með jólabókaflóðið í ár?! Brillíant money-maker þessi Waris Dírí bók og þarna framhaldið að hann var kallaður þetta...úfff...þetta fólk kann sko að gera bækur..hef lesið hvorugar en heyri hjá fólki að þetta séu rosa góðar bækur en ekki beint til að gera framahaldsbækur...en fólkið sem gerir þessar bækur er svei mér snjallt...hinum almenna Jóa finnst náttúrulega ógeðslega gaman að lesa um ófarir annara og hve ömurlegt sumir hafa það til að láta sjálfum sér líða betur...uss uss uss....þannig að núna eru komnar framhaldsbækur af viðbjóðnum...brillíant!!! Annars eru svona tvær bækur að koma út sem mig langar að lesa...ekki mikið það...auðvitað er það plebba-bókin eftir Jón Gnarr...what else...og svo Frida...mig langar meira en allt að lesa hana...um líf spænskrar listakonu...very interesting...reyndar langar mig líka að lesa Hundasögur eftir Þorstein Guðmundsson...en það er allt og sumt...en ég fæ örugglega engar bækur í ár því ég fékk svo margar í fyrra og ég er ekki enn búnað lesa þær...en ég hef nógan tíma til að lesa milli jóla og nýjárs þannig að ég tek þetta allt til baka...GEFIÐ MÉR BÆKUR!
Stay black
Engin ummæli:
Skrifa ummæli