8.8.02

Jæja...það varð ekkert úr kaffihúsadæminu í gær en í staðinn fórum við Eva bestavinkona á Eldsmiðjuna og fengum okkur eldheita pizzu sem var alger snilld...við vorum báðar svo glorsoltnar að við hámuðum í okkur og gátum svo varla labbað við vorum svo saddar...nammi nammi namm.....svo tókum við smá rúnt um bæinn og sáum ótrúlega sorglegt fólk á enn sorglegri bílum á enn sorglegri álfelgum og vorum svo vitni að típískri íslenskri hegðun er við óvart keyrðum framhjá Skeifunni og sáum þennan rosa eldsvoða...en þar var fólk komið að frá ýmsum stöðum bæjarins BARA til að horfa á...úfff...það er allt of lítið að gera á þessu landi og mar fattar það þegar manni finnst gaman og spennandi að horfa á eldsvoða...úff úff úff...jæja...það er nú bara tæplega ár í það að ég sting af héðan í framandi lönd...get ekki beðið....
En núna er mar bara mættur í vinnuna eins og venjulega og ljóta mötuneytið hér fer ekki í gang fyrr en í næstu viku og þá verður mar víst að kaupa sér einhverja jósí grósí samloku í hádeginu....en svo fer ég nú að vinna í Kringlunni á eftir sem er alltaf hressandi....verð meira að segja að vinna bæði laugardag OG sunnudag þar...gaman gaman...get ekki beðið eftir því...alltaf hressandi að vinna 7 daga vinnuviku...gaman gaman...
En núna eru Nurse Óli , Gummi Gringó og Össi trukkalessa ...eða meirihluti My boys hópsins...farnir til Mallorca og sitja örugglega í flugvél akkúrat núna og súpa bjór...urrr...en jæja...afbrýðisemi er af því góða og því samgleðst ég þeim....yeah right...en ég hef þó allavega Fancy ...sem er eini eftirlifandi meðlimurinn á landinu....
Stay black

Engin ummæli: