21.2.03

Og loksins borgar sig að vinna í búð...

...ha ha ha...einhver gaur kom í gær í vinnuna og lét okkur fá einhverjar 3 eða 4 kippur af Víking silfurlituðum til að kynna í búðinni!! Og glös með..ha ha ha...og auðvitað tók verslunarstjórinn (your´s truly) nokkra heim með sér þannig að það er frítt fyllerí í kveld...ironically í boði ÁTVR...langar einmitt að vera soldið vel hífuð því það er langt síðan það hefur gerst...held bara ekki síðan á einhverju skýrr-djammi..en þar verður maður nú alltaf ískyggilega fuddlur og endar á að gera eitthvað voðalega "sniðugt"...hvað er þetta uppí þér?...kannski er það útaf því að það er alltaf frítt vín...who knows....

...mmm...ég elska gaura sem worka out...ekki samt svona gaura sem eiga heima í Veggsport og pömpa eitthvað brjálað og taka svo og svo mikið í bekk heldur bara hinn venjulega jóa sem fer útí göngutúr og solleis...og ekki spillir fyrir ef hann drekkur mikið vatn...ég held ég svo voðalega skotin í svona venjulegum gaurum...hef alveg komist að því sko...svona krúttlegum litlum gaurum sem eins og ég segi fara útí göngutúr reglulega..kannski með einhvern hund á eftir sér og svona...sweet...en mesta turn off held ég að sé að mæta gaur á göngustíg með hund og hann er að reykja!! Það er alveg OFF...tala nú ekki um ef hann er með kaffibolla í hendi....

...en jæja..ég verslaði inn í matarboðið mitt í gær og mér til mikillar óánægju komst ég að því að það er hætt að selja fanta lemon!! Ég sem ætlaði að gera tinto de verano handa stelpunum sem er einmitt fanta lemon í rauðvín...ég veit ég veit...það á ekki að blanda rauðvín bla bla bla...en fyrst Spánverjar gera það þá hlýtur það að vera í lagi...því þeir eru bestir í heimi! En Lillan bara bjargaði sér og keypti sítrónu svala, egils kristals og eina sítrónu og ætlar að reyna að malla eitthvað úr því í kveld...leiðinlegt er að hún Freyja góðvinkona mín kemst kannski ekki....buhuhu...pabbi stráksins hennar getur ekki verið með hann og eitthvað solleis...frekar leiðinlegt...en öll von er nú ekki úti enn og ég bíð eftir símtali frá henni...

...og enn og aftur...gleðilegan flöskudag!...ha ha ha..hver er etta sem liggur við hliðina á mér?!
Stay black

20.2.03

Og þetta gerir andlaus manneskja sér til skemmtunar...

Ef þú hefur svarað í einlægni, tilheyrir þú þeim sem eru að einhverju leyti dísir og að einhverju leyti nornir. En er þá hægt að treysta því að þú hafir verið hreinskilin í svörum þínum? Ef svo reynist vera ertu skemmtileg stelpa, en örlítið utan við þig. Allur heimurinn snýst í kringum þig en þú tekur yfirleitt ekkert eftir því. Þess vegna tekurðu ekki eftir því þegar aðrir sýna þér áhuga. Jafnvel þú lumar á galdrahæfileikum. Þegar þú notar galdrahæfileika þína getur þú komið öðrum til að halda að þú sért dís.

Þetta er hægt að nálgast hér
Stay black
Og guð hvað maður getur verið andlaus...

..meeen...held að andleysi fylgi heilsuátakinu mínu sveimérþá...mar er ekkert skemmtilegur þegar maður lifir á skyri og ávöxtum...þannig í dag ætla ég að fá mér kjöt í hádeginu! Úúúú very butch indeed...ætla fá mér lambakjöt...mmm...sem er best í heimi fyrir utan kjúlla auðvitað...ha ha ha...ef ég mætti ráða væri kjúlli á hverjum degi...og það liggur einmitt svo vel við að í hádeginu á morgun er pasta með kjúlla...íha...ekkert betra en að koma úr fótbolta allur marinn og blár og fá sér kjúlla...þó það fylgi pasta með...alveg sama...ummmmm....slef...fæ vatn í munninn...en ég verð víst að láta mér mína daglegu abt mjólk næga í bili og telja svo mínúturnar í hádegismatinn...
Stay black

19.2.03

Og þú þarna...

...sem ert að flippa í gestabókinni minni í tíma og ótíma...þetta er orðið þreytt svítí....
Stay black
Og ef þið hafið ekki tekið eftir því...

...þið sem ég er með á msn-contact listanum mínum þá er ég að leita mér að hræódýrri ferðatölvu þannig að ef einhver veit um nothæfa ferðatölvu með ágætisbatteríi og svona basic hlutum í lagi þá endilega látið mig vita...sendið mér mail...hringið í mig...bara eitthvað...og með hræódýra...þá meina ég sko hræódýra...liggur við gefins...

...en já...síðustu dagar hafa verið voðalega viðburðarlitlir...heilsuátakið enn í fullum gangi...3 dagar komnir og bara 2 dagar í óhollustuna og viðbjóðinn...get ekki beðið eftir að liggja uppí rúmi á laugardag og háma í mig nammi og ís...mouhahahahah! That´s the life sko...er að halda matarboð á föstudaginn fyrir saumaklúbbinn sem ég er í og ég hlakka geðveikt til...ætla að elda einhvern spænskan mat og hafa svo smá tinto de verano con hielo með því...planið er að hella stúlkurnar fullar því þá eru þær skemmtilegastar...þá get ég líka misnotað þær þegar þær falla í dauðadá...ahahaha...my master plan...

...eeeen allavega...var að koma úr Veggsport og við tekur annað skemmtilegt kvöld fyrir framan imbann með vatn í annari og appelsínu í hinni...
Stay black
Og meeeee...

...jæja...fór í mítt hálfsárlega permanent í gær...ég labbaði inná stofuna með mjög ákveðnar hugmyndir...en því miður var ekki hægt að framkvæma þær þannig að ég lét hár mitt í hendur hárgreiðslumeistarans og labbaði út bara sérdælis prýðilega ánægð...eins gott þar sem þetta kostar morðfjár...ha ha ha..en núna er Lillan orðin soldið me me með ullinni og öllu...ég vona bara að fólk stoppi ekki á götunni og jarmi á mig...það kemur þá í ljós á næstu dögum...en fyndið hvað heimurinn er lítill...ég fer tiltölulega sjaldan á hárgreiðslustofu því ég er að safna hári, lita það ekki og permanent endist í næstum hálft ár...þannig að ég hef ekki oft spjallað við gelluna sem gerir hárið á mér svona flott eins og það er í dag...en kemur þá í ljós að við þekkjum sama fólkið og hún var einu sinni að æfa squash og hvaðeina...þvílíkt fyndið og við höfðum nóg að tala um...svo var systir hennar að koma frá Malaga en þar var hún í 2 mánuði í spænsku skóla...þannig að þær voru rosa ánægðar að ég væri að fara til Granada og bla bla bla...svo gaman þegar maður finnur einhvern sem gerir hárið á manni flott og er skemmtilegur...over and out...meeeee
Stay black

18.2.03

Og hvað væri dagurinn án vinnustaðargrínsins...

Já...einn af toppmönnum ISO er kominn með nýtt cover up sko...hver man ekki eftir Dönu International...kynskiptinginum frá Ísrael sem söng sig inn í hjörtu Evrópubúa í Evróvisjón 1998? Já....þá er það bara Herra International mættur á svæðið...tilbúinn að forrita fyrir ungar hjálparlausar stúlkur....Viva la diva...viva Victoria...Cleopatra...VIVA!



Stay black
Og aaaaaaaa....

...hvað mér leið vel í gær...meeeen...hélt að ég myndi eipa yfir sörvævör því ég mætti ekki borða neitt en truth be told þá leið mér úber vel því ég vissi að ég var búnað standa mig vel...eldaði mér bara pasta og solleis í kvöldmat því mamma var með einhverjar brasaðar fiskibollur sem hún reyndi að telja mér trú um að væru hollar en ég lét ekki blekkjast...baaa...en sörvævör brást mér ekki..mér finnst meiri húmor í þessum heldur en í fyrri seríum og fyndið hvað þetta eru miklar steríótýpur...keddlingarnar geta ekkert en kaddlarnir eru með rosa skýli og læti og eru geðveikt sjálfumglaðir en svo vinna keddlurnar the immunity challenge og læti...schnillld...mmm...sætasti strákurinn minn er ennþá inni...la la la...samt fyndið að gaurarnir séu þarna í eitthvað sörvævör dæmi í amazon þar sem fullt af ógeði er og dæmi sem getur drepið þig en þeir eru samt bara eitthvað að pæla í gellunum...ha ha ha...alger schniiilllddd....þannig að Sörvævör er ennþá í fyrsta sæti en Bachelor fylgir þar fast á eftir...

...ha ha ha...og snillingur dagsins er gaurinn sem var að hlaupa við hliðina á mér á hlaupabrettinu í morgun og kunni ekkert á það þannig að hann tók uppá að tala við það og lemja í það og ýta á alla takkana...nema Start...
Stay black

17.2.03

Og jadadadada...

...Sörvævör amazon er að byrja eftir aðeins eina og hálfa klukkustund...íha! Lengi hef ég beðið eftir þessari stundu en Bachelor hefur nú reyndar léttað biðina...spurning hvort að sörvævör lúti í lægra haldi fyrir því ágætissjónvarpsefni...hver veit...ó já..ég er þræll veruleikasjónvarpsins og skammast mín ekkert fyrir...í örvæntingu minni hef ég reynt að Bachelor-væða samstarfsfólk mitt en án árangurs...í dag greip ég svo til örþrifaráða og sendi póst í hópnum mínum sem auglýsti sörvævör og ég gaf þeim meira að segja upp liðin þannig að þau gætu byrjað að halda með einhverjum...ég er persónulega farin að halda með þessum...vonandi bara dugir þessi póstur til að kveikja áhuga þeirra á einum besta þætti í alþjóðasjónvarpssögu...næst á eftir áramótaskaupunum ´87-´89 og Föstum liðum eins og venjulega...

...en hvað er málið með gaura sem æfa í hlýrabolum en eru ekki með neina upphandleggsvöðva?! Það er bara haddló...sérstaklega ef bolurinn er þröngur og þeir eru með smá brjóst...uuuuu...hrollur...svona álíka haddló og kaddlar sem eru í...æjjj...neeeei...vil ekki skjóta meira á ISO mennina...en við skulum bara að segja að útsala hefur líklegast verið á ljótubarnapeysum...en bara núna eru ermarnar farnar að detta af...
Stay black
Og fla la la la la....

...jáááá...ég held að allir hafi verið að keppast um hver gæti stoppað heilsuátakið mitt fyrst...byrjaði í hádeginu þegar ég tötli niðrí matsal með skyr, banana og grænt epli og var þá ekki einhver rosa jömmí smjördeigsgrænmetisbaka í matinn...en nei..ég borðaði mitt skyr með eimdarsvip og lét þetta ekki á mig fá...næst tekur gella sem er að vinna með mér uppá því að poppa...ég mæti auðvitað í popppartíið en fæ mér sko ekki eitt einasta popp...2-0 fyrir mér (en þannig fór einmitt squashið áðan..fyrir mér of course)...svo það sem fyllti mælinn var að gæðastjórinn bauð í rosa gúmmulaði húggulaðiköku því hann á afmæli í dag..klöppum fyrir honum...ég auðvitað kastaði kveðju á hann en snerti ekki kökuna...þannig að dagurinn endaði 3-0 fyrir mér og nokkrum grömmu léttari...hipp hipp húrreiii!!

...en annars hefur mér aldrei liðið eins og jafnmikilli konu og í dag...braut nebblega nögl um helgina og var allan daginn að syrgja hana...ha ha ha...ég að syrgja brotna nögl...that´s a sigh you don´t see every day...fyrir nokkrum mánuðum hefði ég hrópað húrra yfir því að hafa neglur...en ekki til að dást að þeim...heldur til að naga þær ...ha ha ha...but not anymore...ég er þokkalega að taka lífið í gegn núna og naglabönd og húð eru mjög ánægð...
Stay black
Og núna er ég orðin spennt...

...var að ganga frá flugförum til Spánar...slepp með 17000 kaddl...nokkuð gott myndi ég segja :)...vá ég er orðin svo spennt núna...baaa...I´m actually going...4. maí klukkan 15.00 er ég farin héðan...íha!!!
Stay black
Og núna...

...nægir ekki aðeins að stilla á Ísland í bítið heldur verður að hækka í hæsta svo það fari örugglega ekki framhjá manni og svo maður geti alveg örugglega ekki blokkað það út með valinkunnum lögum eins og Tangó og Eurovísa...ég er búin að byggja upp andlegt hatur gegn þessum þætti og það finnst mér mjööög leiðinlegt því hann ku vera helvíti góður...magna-ð...

...en já..fyrsti dagur í heilsuátaki hafinn...var að hugsa um það fyrir helgi hvað það er useless að ég æfi tvisvar á dag og borða það sem ég vil þannig að ég held mig alltaf á núllinu...en núna ætla ég að hætta að borða gúmmulaði og einbeita mér að skyri og ávöxtum...þannig að Tobbi í mötuneytinu græðir ekkert á mér...þó hann eldi alveg frááábææææran mat...soldið leiðinlegt að þurfa að standa í svona heilsuátaki aftur en samt hlakka ég soldið til...manni líður alltaf svo vel að borða svona hollt og gott ;)

...og mamma er farin að kvarta yfir því hvað er mikill þvottur af mér...og ég svona kindly útskýrði fyrir henni að ég æfi tvisvar á dag og svo er ég líka í venjulegum fötum þess á milli...og hún actually stakk uppá því að ég myndi nota sama bolinn eða sokkana tvisvar!! Er það bara ég eða er það viðbjóðslegt?! Ég sagði nú bara pent nei takk...
Stay black

16.2.03

Og júró var það heillin...

...ég elska júróvisjón...þetta er svo skemmtilega haddló og yndislegt...aaaa...undankeppnin í gær..ég og Óli gerðum okkur dagamun og pöntuðum pizzu og horfðum fyrst á spaugstofuna og síðan á júró bjúró...tja...ég horfi aldrei á spaugstofuna og í gær mundi ég af hverju...talandi um að vera næstum því eins útbrunnir og Rúni Júl for crying out loud...ég hló varla einu sinni...þvoði frekar á mér hárið en að misbjóða augum mínum og eyrum svona og það segir nú meira en mörg orð...hef greinilega ekki húmor í þetta...en Óli hefur það...og það er hans mál ha ha ha...en já...undankeppnin...það var nú meira formsatriði...allir vissu að Birgitte (lesist með frönskum hreim) myndi taka þetta ...samt gaman að horfa...mér fannst reyndar Heiða í Unun laaaangflottust...eða með flottasta lagið...hún greyið er frekar óaðlaðandi..en lagið var heavy töff...áfram Heiða...en Gísli Mart og Logi Berg fóru nú alveg með þetta...þeir voru svona frekar laime greyin...fínt lag-er þetta sigurlag brandarinn var ekki aðgera sig...jú gerði sig kannski fyrstu 2 skiptin og svo var þetta bara haddló og pirrandi og mig langaði mest að bruna í háskólabíó og skjóta þá þegar 5. lagið var búið...en já...litli indjáninn vann og það er svo sem ágætt...hún kemst örugglega langt á útlitinu og lagið er svo sem þetta típíska júróvisjón lag...gæti komist á pall...en leiðinlegast við þetta allt finnst mér að ég verð ekki á landinu á sjálfan júróvisjón daginn 24. maí sem er einmitt líka ammælisdagurinn hans Óla...ég verð víst bara að fara á einhvern Íslendingabar í nágrenninu og horfa með fyllibyttunum..kannski mar skelli sér bara til Costa á Pink Elephant...hver veit...
Stay black
Og...

...hvað í ósköpunum á ég að lesa úr þessu ?!
Stay black
Og stundum þarf maður spark í rassinn...

...meeeen...ég komst að því síðasta fimmtudag hvað ég er óstjórnlega heppinn einstaklingur...heppin að því leiti að ég hef enn trú á lífið og mér er frjálst að gera nokkurn veginn það sem ég vil...ég er frjáls eins og fuglinn er...frjáls og ég skemmti mér...djííí...held að frelsi sé mjög vanmetið..eitt af þessum hlutum sem maður saknar ekki fyrr en það er farið...flogið út um gluggann...en já...þetta spark í andlega rassinn kom á þeim sveitta og ómerka stað NASA...nei ég var ekki þar á fyddleríi (geri þau mistök ALDREI aftur)...en já..ég var á leikriti..eða einleik sem heitir Sellófon með keddlingaklúbbnum í vinnunni....hef aldrei gert neitt með þeim áður...kannski útaf því að það er aldrei vín í boði..en ég ákvað að sýna loksins lit og skella mér með þeim á gamaneinleik...og já...eins og ég segi þá fylltist ég þvílíkri ánægju en samt dapurleika yfir að sjá hvernig fer fyrir manni á endanum..þegar maður er búinn að finna sér kaddl og eignast börn þá bara er allt í einhverju basli..ég neita að trúa að það þurfi að vera svona hjá öllum...ég neita að kaupa að líf mitt stoppi og verði að martröð þegar ég eignast barn...auðvitað eru börn æðisleg og veit mann svo óendanlega mikla ánægju og ást en ég meina common!! Myndin sem teiknuð var að mömmunni í leikritinu var hræðileg og allt það sem mig langar ekki að vera...jiddúddamía...nei takk...en leikritið var fyndið sko á köflum...hefði örugglega fílað það betur ef ég hefði geta fundið mig í karakternum...en augljóslega gerði ég það ekki þar sem ég er síngul, á heima hjá mömmu og pabba og eini karlmaðurinn sem ég elska meira en allt er hundurinn minn...eeeen...þetta gerði mér gott og sýndi mér eingöngu það að ég verð að lifa lífinu meðan ég get...því greinlega stoppar það um þrítugt....
Stay black
Og netleysi dauðans...

..er búið að hrjá mig síðustu daga...leiðinlegt að nota orðið hrjá en þetta hrjáir mig...jú...ég heiti Lilja og ég er netfíkill....þræll bloggsins og tilgangslausra upplýsinga...baaaa....eeeen ég ætla að reyna að klára blogg síðustu viku...en ég hlífi engum...believe me...eigum við ekki bara að byrja á byrjuninni....

...Valentínusardagurinn var á föstudaginn...sem mér finnst persónulega vera sá heimskasti dagur og tja jaðrar við hræsnaralegur í "íslenskri ekki-menningu"...en jæja...hann kemur samt og fer...og enginn myndi vita hvenær hann er ef væru ekki dældir svona nokkuð margir þúsundkaddlar í að auglýsa hann...svo merkilegur er hann...en mér finnst þetta sorglegur dagur...mér finnst sorglegt að fólk þurfi að taka dag úr öðrum menningarheimi (sem er nú ekki bæsinn) og tileinka sér hann til þess eins að hafa einhverja afsökun til að gefa ástvini sínum eitthvað fagglegt...sem er fáránlegt...að þurfa afsökun til að elska einhvern! Frekar er skemmtilegra að fá einhverjar svona ég er skotin í þér gjafir eða bara útafþí gjafir heldur en blóm sem gæti alveg eins verið prentað á "ha ha gotcha...keyptir blóm litla gerpið þitt á degi sem blómaframleiðendur eru að græða feitt á en enginn veit einu sinni hvað hann stendur fyrir...ha ha ha...sökkkahhh!!"...frekar kýs ég að gefa mínum ástvinum sem ekki er hægt að verðleggja og ekki eitthvað sem fæst á næsta select fyrir 990 kaddl...með áburði...
Stay black
Og þetta er bara fyrir Sonju....

People just ain't no good
I think that's welll understood
You can see it everywhere you look
People just ain't no good

We were married under cherry trees
Under blossom we made pour vows
All the blossoms come sailing down
Through the streets and through the playgrounds

The sun would stream on the sheets
Awoken by the morning bird
We'd buy the Sunday newspapers
And never read a single word

People they ain't no good
People they ain't no good
People they ain't no good

Seasons came, Seasons went
The winter stripped the blossoms bare
A different tree now lines the streets
Shaking its fists in the air
The winter slammed us like a fist
The windows rattling in the gales
To which she drew the curtains
Made out of her wedding veils

People they ain't no good
People they ain't no good
People they ain't no good at all

To our love send a dozen white lilies
To our love send a coffin of wood
To our love let aal the pink-eyed pigeons coo
That people they just ain't no good
To our love send back all the letters
To our love a valentine of blood
To our love let all the jilted lovers cry
That people they just ain't no good

It ain't that in their hearts they're bad
They can comfort you, some even try
They nurse you when you're ill of health
They bury you when you go and die
It ain't that in their hearts they're bad
They'd stick by you if they could
But that's just bullshit
People just ain't no good

People they ain't no good
People they ain't no good
People they ain't no good
People they ain't no good at all

Stay black