18.6.04

...Oooog hvað er málið...

...með bloggleysi..fussumbuss...ég hef bara ekkert merkilegt að segja...

...nema hvað ég sá hinn ofurpródúseraða þátt Nylon á Skjá Einum í dag...huummmsa...hvað er það eiginlega?! Er ekki frekar að stelpurnar meiki það fyrst áður en þáttur er búinn til...eða hvað? Hef yfirleitt fengið þannig impression af svona þáttum hvað þeir séu tilgerðarlegir og umfjöllunarefninu ekki til góða...og það sama er uppá teningnum í þessum þætti...mér finnst þessar stelpur bara asnalegar...og þær syngja ekkert undursamlega vel...og af hverju fer Einar Bárða ekki í gymmið svona tíu sinnum í viku? Þetta feita svín...já ljótt að segja svona...en þetta er satt...svo situr hann eins og jabba the hut í sætinu sínu á meðan þær syngja og syngja og reyna að acta hipp og cool...æjjji sé þetta ekki alveg gerast...en þó...hann gæti gert eitthvað Birgittu Haukdal frensí úr þessum stelpum...því þær eru svo nice og almennilegar og allt það...og krakkar fíla það...

...og annað...hvað er málið með að taka bara einhver cover lög...heyrði þær samt syngja eitthvað frumsamið í þættinum og þá varð ég smá fegin að þær taka bara cover lög því frumsömdu lögin (þá samin af jabba the hut og einhverjum fleirum sniðugum) eru hryllingurinn eini á jörðinni eftir kjarnorkusprengju...ég hef reyndar ekki fyrirgefið þeim misþyrminguna á laginu Einhvers staðar, einhvern tímann aftur...ef Ellen Kristjáns væri dáin þá myndi hún taka kollhnís í gröfinni...

...oooog enn annað...hver er þessi Jasmine Olsen eiginlega?! Og hver gerði hana drottningu dans og framkomu?! Halló!?! Sá hana enginn í Eurovision?! Og hefur enginn séð hana syngja á sviði?! Og hvað er málið með að vera alltaf að blanda ýmsum málum saman...lærðu íslensku kona! Ég væri betri í að kenna þessum stelpum um framkomu og dans...ég sver það...Jasmine ætti bara að halda sig í Bandaríkjunum með Enrique Iglesias og taka Jabba the hut og Adda Fannar með sér...þá væri Ísland betri staður...

...mæli samt með Nylon...eins og raunveruleikaþættirnir þá vekja þeir upp góðar tilfinningar í hjarta mínum...sýna mér að ég get sungið betur en þær í sturtu...og þó ég hafi ekki vöxtinn, stóru augun eða síða hárið þá er ég samt sniðugri og læt ekki pródúsera mig fyrir asnalega star wars fígúra...hef svo sem ekki fengið tækifæri til þess...fyndið hvernig hugsanir manns um lífið breytast í svipstundu í biturleika...
Stay black - Salinto!

15.6.04

...Og um helgina...

...var ég svo voðalega healthy að ég hélt að ég yrði ekki eldri...reyndar hélt ég í alvörunni að ég yrði ekki eldri því það var svo brjálað veður...myndirnar getið þið séð hér og hér ...

...ég var plötuð útí göngu á Fimmvörðuhálsinn með gömlum vinnufélögum úr Skýrr...hún góða systir mín lét mig nú ekki fá mikinn fyrirvara og reyndi ég í miklu stressi að finna eitthvað sem ég gæti gengið í í allra veðra von þar sem fataskápurinn minn samanstendur af nælonsokkabuxum og skræpóttum pilsum...eeeen það gekk...nema gleymdi göngustöfum...

...og göngutúrinn byrjaði vel...vel valið fólk í hverju sæti í fallegu rútunni og mikið stuð og mikið gaman kl. 8 á laugardagsmorgni....og göngutúrinn byrjaði líka vel...smá úði en ekkert alvarlegt...síðan brast bylurinn á...við leituðum skjóls í ógeðslegum skála með fúkkalykt og reyndum að hlýja okkur eftir þriggja og hálfs tíma göngu en þurftum svo að halda aftur út köld og blaut...

...eftir sjö tíma göngu glytti loksins í sólskinið og Þórsmörk nálgaðist...þá var glatt á hjalla og þegar niður var komið voru aumir fótleggir lagðir í bleyti í eldheitri sturtu í heilar tvær og hálfa mínútu...

...þó svartsýnin hafi þrúgað mitt litla, blauta hjarta þá lagaðist allt eftir einn bjór og mikið var stuðið eftir þennan fyrsta...annan...þriðja...nokkur skot af hot and sweet...fjórða...fimmta...ooooog svo veit ég ekki hvað...

...á sunnudagsmorgun þjakaði mig hausverkur og alemnn þynnka eftir ógeðislakkrísdrykkinn...

...mikið óskaplega var nú gott líka að koma heim og knúsa ektamanninn og kúra aðeins hjá honum í hlýju rúmi...þó var göngutúrinn mjög vel heppnaður og skemmtilegt fyddlerí með góðu fólki og bíð ég bara eftir að ganga aftur...veeeeiiii...
Stay black - Salinto!